Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1996, Side 26

Ægir - 01.02.1996, Side 26
Vöxtur ýsu við Island Einar Jónsson. A sl. ári voru viðmiöunarmörk ýsu S- og SV-lands lækkuð samkvæmt tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar. Þetta ver gert vegna þess að stór árgangur frá 1990, sem var að verða uppistaða veiðinnar, hafði vaxið mjög treglega á þessu svæði og í það stefndi að hann yrði að veru- legu leyti friðaður þarna sem 5 ára fiskur. Eftir þessa gjörð hafa margir sjómenn og hags- munaaöilar spurt um vöxt ýsunnar. Þykir mörgum skjóta skökku við að fiskur vaxi treg- lega fyrir SV-landi þar sem sjór er hvað hlýjastur hér vib land og vitna í að löngum hafi verið talað um ab fiskur vaxi hægar í kalda sjónum fyrir norðan og austan. Hér á eftir verbur reynt að varpa nokkru ljósi á vöxt ýsu. Mikl- ar breytingar hafa reyndar orðið á vexti (og kynþroska) ýsu hér við land sem vekja upp forvitnilegar spurningar sem enn er verið að leita svara við. Vöxtur ýsu getur þannig verið næsta misjafn eftir svæbum og árum og hér á eftir verður litið á þennan breytileika án þessa þó að brotið sé til mergjar þab atriði hvab veldur slíkum breytileika. Mikil breidd í lengdardreifingu aldurshópa Ýsa vex ekki aðeins misjafnlega eftir ámm, aldri og svæðum heldur og innan hvers aldurshóps, þ.e. mikil breidd er í lengdar- dreifingu jafngamalla fiska. Ef skoðuö er lengdardreifing aldurs- hópa ýsu úr stofnmælingu botnfiska (ralli) 1994 (mynd 1) sést 10 14 18 22 26 30 34 38 42 46 50 54 58 62 66 70 1. mynd. Lengdardreifing (%/cm) aldurshópa ýsu í ralli 1994 að aðeins yngsti fiskurinn er skýrt afmarkaður, þ.e. eins árs göm- ul ýsa. Strax á öðru ári fara jaðrar lengdardreifinga að skarast sem þýðir að jafnstórir fiskar séu misgamlir. Sama fyrirbrigði má sjá hjá flestum fisktegundum og stafar af því að jafngamlir fisk- ar vaxa misvel af ýsmum ástæðum. Eftir því sem fiskurinn verð- ur eldri getur enn teygst á breiddinni í lengdardreifingunni en göngur fiska milli svæða með misjöfn vaxarskilyrði geta þó á móti orðiö til að draga úr þessum mun þegar á heildina er litið. Mismunandi hrabur vöxtur jafnaldrá er algengur hjá „íslensk- um" fisktegundum, enda vaxtarskilyrði misjöfn vib landið, og veldur þetta ruglingi og vanda þegar stofnum er skipt upp í ald- urshópa eða fyiki sem er forsenda fyrir reiknilíkani eins og V.P. greiningu (á stofnstærð). Ef vitað er að vöxtur er misjafn eftir svæðum er bmgðist við þessu með því að vinna hvert hafsvæbi sér eins og gert er meb þorsk. Við úrvinnslu á aflagögnum þorsks hefur íslandsmiðum löngum verib skipt upp í norður- og suður- svæbi sem skipt er um línur sem dregnar em út frá Bjargtöngum og Eystrahorni, mynd 2. Þetta er gert á þeirri forsendu að á norð- ursvæðinu, sem er meb kaldari sjó, sé fiskurinn smærri eftir aldri og öfugt fyrir suðursvæbi sem er hlýrra. Slíkt er þó ekki algilt fyr- ir fisk sem oröinn er kynþroska og farinn að færa sig mikið á milli svæða. Hjá ýsu hefur þessi svæbaskipting ekki verið not- ub, bæði vegna þess ab mismunandi vöxtur eftir þessum svæð- um (eða öðrum) verður ekki beint borblagbur (mynd 3) og eins vegna hins ab ýsan heldur sig mest og veiðist í hlýja sjónum, þ.e. sunnan og vestan til við landið. Lélegri vöxtur ýsu undanfarin ár Eins og nefnt er að framan hafa orðið miklar breytingar á vexti ýsu hér við land á undanförnum ámm. Þetta kemur fram í gögnum um stofnmælingu botnfiska (mynd 4) þar sem meöal- lengd 3 til 6 ára ýsu hefur nær stöðugt farið fallandi síðustu 7-8 árin. Þetta má þó einnig sjá þannig að síðustu 5 árin (síðan 1990) sé vöxtur lakari en var jafnmörg ár á undan. Á sama tíma er kynþroskahlutfall sömu árganga á sama svæði nær spegil- mynd vaxtarins, þ.e. hlutfallið eftir aldri hefur stórleg aukist (mynd 4). Mjög líklegt er að samband sé hér á milli án þess ab óyggjandi hafði verið sýnt fram á slíkt hvað ýsu varðar. Spurn- ingunni sem næst rís, þ.e. hvab valdi hinum aukna og snemmæra kynþroska, verður vart svarað að sinni nema með á- giskunum. Þar sem megnið af ýsustofninum heldur sig í hlýja sjónum þar sem hitasveiflur milli ára em tiltölulega litlar er eins líklegt að mismunandi fæðuframboð sé mögulegur orsakavaldur aukins kynþroska. Vísbeningar frá Noregi benda til þess að vel alin ýsa verði fyrr kynþroska en ella. Kynþroski hjá ungum fiski dregur síðan vafalítib mjög úr vexti á því æviskeiöi fisksins sem hann ætti annars að vera hvað hraðastur. 26 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.