Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1996, Page 41

Ægir - 01.02.1996, Page 41
Tæknideild Fiskifélags íslands Nýr rœkjutogari með frystibúnaði, m/s Júlíus Havsteen ÞH 1, bœttist við flota Húsvíkinga 19. janúar sl., en þann dag kom skip- ið í fyrsta sinn til heimahafnar eftir smávœgilegar breytingar á Akureyri. Skip þetta, sem áður hét Qaasiutll, er smíðað árið 1987 (afhent í september) fyrir Grœnlendinga hjá Johs. Kristensen Skips- byggeri A/S, Hvide Sande í Danmörku, smíðanúmer 183 hjá stöð- inni. Skrokkur skipsins var smíðaður hjá DANYARD A/S í Álborg. Hönnun skipsins var í höndum Nordvestconsult A/S, Álesund í Noregi. Þess má geta að skipið er smíðað hjá sömu stöð og hannað afsama aðila og Andvari VE (2211), sem keyptur var til landsins í árslok 1993. Júlíus Havsteen ÞH er hins vegar mun stœrri en skipin eru áþekk í byggingarlagi og fyrirkomulagi. Hinn nýi Júlíus Havsteen ÞH kemur í stað Júlíusar Havsteen ÞH (1462), 285 rúmlesta skuttogara með rœkjufrystibúnaði, sem smíðaður var árið 1976 hjá Þ&E h.f. á Akranesi sem fjötveiðiskip. Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar smávœgilegar breyt- ingar á því, sem einkum fólust í ákveðnum viðbótartœkjum í brú, skutrennuloka, smávindum o.fl. Júlíus Havsteen ÞH er í eigu Höfða h.f. á Húsavík. Skipstjóri á skipinu er Jóhann Gunnarsson og yfirvélstjóri Ásmundur Halldórs- son. Framkvœmdastjóri útgerðar er Kristján Ásgeirsson. Almenn lýsing Almennt: Skipiö er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki * 1A1, Stern Trawler, IcelC * MV. Skipið er skuttogari með tvö heil þilför milli stafna, skutrennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra þilfars og íbúöarhæð og brú á miðju hvalbaksþilfari. Rými undir neðra þilfari: Undir neðra þilfari er skipinu skipt með þremur vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými, taiið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; hágeyma fyrir brennsluolíu; fiskilest með botngeymum fyrir brennsluolíu; vélarúm með botngeymum fyrir ferskvatn í síðum; og aftast skutgeyma fyrir brennsiuolíu, ásamt set- og daggeymum. Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari er geymsla (með aðgangi frá efra þilfari) ásamt keðjukössum, en þar fyrir aftan íbúðir meðfram b.b.-síðu. Aftan við íbúðir og til hliðar við er vinnu- þilfar (fiskvinnslurými) með fiskmóttöku aftast. S.b.-megin aftast á neðra þilfari er geymsla og vélarreisn; b.b.-megin er verkstæði, vélarreisn og stigahús; og stýrisvélarrými fyrir miðju. Efra þilfar: Framantil á efra þilfari, s.b,- og b.b.-megin, eru þilfarshús meö gangi fyrir bobbingarennur þar á milli, opinn að aftan. í umræddum þilfarshúsum eru íbúðir, en í aftasta hluta s.b.-þilfarshúss er geymsla, en aftast í þilfarshúsum ÆGIR 41

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.