Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1996, Side 46

Ægir - 01.02.1996, Side 46
Hífingarvindur: Á brúarþilfari, aftan við brú, eru tvær híf- ingarvindur af gerð DMM 2202, hvor búin einni tromlu (380 mmo x 800 mmo x 400 mm) og knúin af einum M 2202 vökvaþrýstimótor, togátak vindu á tóma tromlu er 6.0 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 65 m/mín. Hjálparvindur afturskips: Aftast á bakkaþilfari, b.b.-megin, eru tvær hjálparvindur fyrir pokalosun og útdrátt á vörpu. Vindurnar eru af gerðinni DMMA3, hvor búin einni tromlu (320 mm0x57O mm0x25O mm) og knúin af einum MA3 vökvaþrýstimótor, togátak vindu á tóma tromlu er 3 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 72 m/mín. Bakstroffuvindur: Tvær vökvaknúnar bakstroffuvindur frá Vökvatæki hf. staðsettar undir toggálga. Losunarkrani: Losunarkrani er frá SBG af gerð EHSC-16-2- 7.5 F, staðsettur á bakkaþilfari s.b. -megin, lyftigeta 2 tonn við 7.5 m armlengd. Akkerisvinda: Akkerisvinda er á bakkaþilfari, framan við brú, og er af gerð B5-2k-2N, búin tveimur keðjuskífum og tveimur koppum og knúin af MA4 vökvaþrýstimótor, togátak á kopp 2.0 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 56 m/mín. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl. Ratsjá: Atlas 7600 ARPA Ratsjá: Anritsu RA 722 UA Ratsjá: Furuno FCR 1411 með AD 10S gýrótengi, ARPA og plotter Seguláttaviti: Iver C Weilbach, spegiláttaviti í þaki Gýróáttaviti: C. Plath, Navigat XII Sjálfstýring: C. Plath, Navipilot V Sjálfstýring: Furuno FAP 50 Veginœlir: Ben Gervitunglamóttakari: Furuno GP 70 (GPS) Gervitunglamóttakari: Trimble NT200D (GPS) með leiðréttingu Gervitunglamóttakari: Northstar (GPS) með leiðréttingu Leibariti: Turbo 2000 Leiðarriti: Seaplot, tölvuplotter Dýptarmœlir: Atlas 793DS (litamælir) Dýptarmœlir: Furuno FCV161, litamælir Höfuðlínumœlir: Furuno CN 22 Aflamœlir: Scanmar trollauga með SRU móttakara og CGM05 litaskjá Talstöð: Skanti TRP8000, miðbylgju- og stuttbylgjustöð Talstöð: Sailor T 2031/R 2022 miðbylgjutalstöð Örbylgjustöðvar: Tvær Sailor RT 143 Örbylgjustöð: Sailor RT 144C Veðurkortamóttakari: Furuno FAX 108 Sjávarhitamœlir: Furuno T200 Af öðrum tækjabúnaði má nefna Phonico kallkerfi, Skanti WR 6000 vörð, Thrane & Thrane telex, Xerox telefax og gervitunglasamskiptatæki. í skipinu er olíurennslismælir frá Ottó Bertelsen. Þá er sjónvarpstækjabúnaður með tökuvélum á togþilfari og skjám í brú. I brú eru stjórntæki frá Brattvaag fyrir togvindur, grandara- vindur, hífingarvindur og hjálparvindur afturskips, en jafn- framt eru togvindur búnar átaksjöfnunarbúnaði af gerð Data- synchro F frá Brattvaag. Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: Einn Zodiac slöngubát með utanborðsvél, tvo 20 manna Viking gúmmí- björgunarbáta, flotgalla , Lokata neyðarbauju og reykköfunar- tæki. □ MuncHr fyrir mshrfFnndur Með 3. tbl. Ægis munu fylgja þrjár skipamyndir í hentugri stærð til að ramma inn að gjöf til þeirra áskrifenda sem greitt hafa áskriftargjald fyrir fyrrihluta ársins 1996. Skilvísir áskrifendur fengu þrjár myndir í fyrra og hér er þessum sið haldið áfram. Að þessu sinni eiga bátarnir á myndunum þremur það sameiginlegt að vera trébátar smíðaðir á íslandi en þeim fer jafnt og þétt fækkandi svo á vissan hátt eru þessir bátar fljótandi minnisvarðar. Sá stærsti er Gullberg NS, nú Glófaxi VE, 108 brl. smíðaður í Vestmannaeyjum 1964 og mun vera stærstur íslenskra tréskipa. Næstur honum í aldri er Hafborg HF 64, smíðuð á Akureyri 1957 og mæld 54 brl. Aldursforsetinn í hópnum er svo Valdimar AK 15, smíðaður á Neskaupstað 1949 og er hann 35 brl. Nánari tæknilegar upplýsingar um skipin og feril þeirra munu fylgja myndunum á sérstöku spjaldi með líkum hætti og í fyrra. 46 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.