Ægir - 01.10.1996, Page 14
aði upplýsingum um sjóslys og Vita-
og hafnamálastofnun hafði umsjón
með hönnun innsiglinga og innsigl-
ingamerkja. Mörg sjóslys verða í og
við innsiglingar í hafnir. Sameining
stuðlar að gerð öruggari hafnarmann-
virkja.
Vita- og hafnamálastofnun hefur
unnið að rannsóknum á öldulagi á haf-
inu kringum landið og safnað upplýs-
ingum í nærri tvo áratugi. Til að auka
öryggi sjófarenda og auðvelda sjósókn
hefur verið komið upp upplýsingakerfi
með upphringingarbúnaði um veður
og sjólag þar sem 19 veðurstöðvar í vit-
um og á annesjum senda upplýsingar
um veður og 7 öldudufl sem gefa upp
ölduhæð og öldulengd. í samvinnu við
aðila á Norðurlöndum er unnið að
rannsóknum á hreyfingum skipa í
höfnum. Niðurstöður þessara rann-
sókna eru notaðar við hönnun hafna
og geta nýst við gerð reglna um búnað
skipa.
Vita- og hafnamálastofnun gerir
áætlanir um uppbyggingu hafna. Sigl-
ingamálastofnun ríkisins heldur skrá
yfir skipaflotann og fylgist með þróun
hans. Við hönnun og áætlanagerð um
uppbyggingu hafna er mikilvægt að
hafa góðar upplýsingar um skipaflotann
og áætlaðar breytingar á honum.
Fjórir á biðlaun
Eins og oft vill verða getur þurft að
eyða til þess að geta sparað. Þannig er
því farið með áætlaða sameiningu þess-
ara stofnana. í greinargerð með frum-
varpi til laga um Siglingastofnun er
talið að sameiningin minnki útgjöld
hins opinbera um 14-15 milljónir ár-
lega en fyrsta árið verði viðbótarkostn-
aður 47 milljónir. Þær felast einkum í
endurbótum og stækkun sem gera þarf
á húsnæði Vita- og hafnamálastofnun-
ar í Kópavogi en gert er ráð fyrir að öll
starfsemi hinnar nýju Siglingastofnun-
ar verði þar undir einu þaki. Siglinga-
málastofnun ríkisins er í leiguhúsnæði
á Hringbraut og greiðir 7 milljónir ár-
lega í leigu sem munu sparast þegar
flutt verður í Vesturvör.
Öllum starfsmönnum beggja stofn-
ana var boðið starf við Siglingastofnun.
Því tilboði tóku allir nema fjórir starfs-
menn sem fara á biðlaun og eiga það
jafnframt sameiginlegt að vera komnir
fast að eftirlaunaldri.
Hver eru verkefnin?
Skipað verður hafnaráð og siglinga-
ráð Siglingastofnun íslands til fullting-
is en annars era verkefni stofnunarinn-
ar skilgreind þannig í lögunum:
1. Að annast þátt ríkisins í framkvæmd
hafnalaga.
2. Að hafa umsjón með ríkisstyrktum
framkvæmdum við sjóvarnargarða
og lendingarbætur.
3. Að annast framkvæmd laga um eftir-
lit með skipum, laga um mælingu
skipa og laga um skráningu skipa.
4. Að annast framkvæmd laga um vita-
mál, laga um leiðsögu skipa og laga
um kafarastörf.
5. Að annast mál er varða lög og varnir
gegn mengun sjávar og reglugerðir
samkvæmt þeim, að því leyti sem
þau varða skip og búnað þeirra sam-
kvæmt reglum sem umhverfisráð-
herra setur.
6. Að annast samstarf við alþjóðastofn-
anir og framkvæmd alþjóðasam-
þykkta sem ísland er aðili að og
varða siglinga-, hafna- og vitamál.
7. Að vera stjórnvöldum til ráðuneytis
um mál sem eru í verkahring stofn-
unarinnar. □
Rafmagnstjakkar
MD Vélar hf. hafa nú gengið
frá umboðssamningi við Linak í
Danmörku um sölu og kynningu
á framleiðslu þeirra hér á landi.
Linak er framleiðandi á hágæða
rafmagnstjökkum og búnaði til
notkunar bæði til lands og
sjávar.
Öll framleiðsla á rafmagns-
tjökkum hjá Linak er samkvæmt
ISO 9001 staðli og það sem
þeir framleiða fyrir heilbrigðis-
geirann er samkvæmt EN
60601-1 staðli. Rafmagnstjakk-
ana ásamt búnaði er hægt að fá
með rakavörn allt að IP-66.
Möguleikar fyrir rafmagnstjakka eru mjög víða. Þeir hafa t.d. verið notaðir
mikið í húsgagnaiðnaðinum og fyrir sjúkrahús. MD Vélar hf. hafa nú þegar selt
nokkra tjakka til hraðastýringar og sem hluta af stjórnbúnaði fyrir skip og báta.
OMISSANJDI
HANDBÓK
----
nokkuf ár
fyitrUrtl*
00 ANNAÐ
verstóöva
Kvóti
fókve.ð.stiofn
PÖNTUNARSÍMI: 568 1225
14 ÆGIR