Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 16
en 10% sem er miklum mun minna en hjá öðrum fyrirtækjum í hópnum. Þau 56 fyrirtæki sem högnuðust meira en 15% 1995 höfðu heldur engar tekjur af frystitogurum en 79% tekna sinna af útgerð. Af þessu má ráða að þau fyrirtæki sem eru verst stödd eru meðalstór fyrir- tæki sem eiga ekki frystitogara, eru mjög skuldsett og reiða sig að 2/3 á vinnslu en 1/3 á útgerð. Þessi lýsing gæti átt við sjávarútvegsfyrirtæki í með- alstóru eða litlu sjávarþorpi sem gerir út einn ísfisktogara og kaupir að auki fisk af smábátum og rekur meðalstórt eða lítið frystihús. Opinbert leyndarmál Samkvæmt bestu heimildum Ægis er skilgreiningin á tapi og hagnaði nokk- uð á reiki eftir því hvernig litið er á mál- ið. Sé horft eingöngu á botnfiskvinnslu sem umræðan hefur að mestu snúist um skekkir það nokkuð myndina að frysting loðnu og síldar er hjá mörgum fyrirtækjum bókfærð með botnfisk- vinnslu enda nær ómögulegt að greina sundur afkomu einstakra fisktegunda. Á vinnslu þessara tegunda hefur verið hagnaður sem hefur haldið uppi fryst- ingu á þorski, ýsu og ufsa. Þannig full- yrða heimiidarmenn Ægis að sé grannt skoðað séu aðeins tvö fyrirtæki á land- inu sem geti sagt að botnfiskfrysting þeirra sé rekin með hagnaði. Þetta eru Grandi hf. og Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi. Þannig sé ástandið í raun verra en meðaltalstölur gefa til kynna. Annað sem telst vera opinbert leynd- armál er að rússafiskurinn svokallaði sem mörg frystihús hafa keypt til að mæta hráefnisskorti hefur aukið á tapið því verð á honum hefur einnig verið of hátt og hefur vinnslan tapað á því líka. Fortíð og framtíð Árið 1991 var hlutur fiskvinnslu af landsframleiðslu 5.4% og hafði lækkað úr 7.4% árið 1986. Árið 1991 voru 7103 ársverk talin í fiskvinnslu, sem er 2.7% af heildar- mannfjölda, en árið 1986 eru talin 9.108 ársverk í fiskvinnslu sem er þá 3.7% af mannfjölda. í dag er áætlað að 6.500 ársverk séu í fiskvinnslu, þar af um 5.000 í botnfiskvinnslu. Samkvæmt Útvegi, talnabálki Fiskifé- lags íslands, voru landfryst þorskflök og landfryst þorskflök í blokk árið 1995 27.160 tonn og útflutningsverðmætið samtals samanlagt 8.029 milljónir. Sé litið aftur til ársins 1992 nam magn þessa sömu tegunda í frystingu 45.741 tonnum og verðmæti 12.550 milljónir samtals. Af þessu má ráða að fiskvinnsla er ekki eins mikilvæg atvinnugrein fyrir þjóðarbúið í heild og hún áður var og hlutfall mannafla sem hefur lifibrauð sitt af henni fer minnkandi. Vinnsla þorsks í frystihúsum vegur um 30% af framleiðslu þeirra. Hitt er svo annað mál að frystingin er sú grein sjávarútvegsfyrirtækja sem krefst hlutfallslega flests starfsfólks. Þess vegna hagar víða þannig til að lokun eins frystihúss í sjávarþorpi getur orðið til þess að gríðarlega hátt hlutfall íbú- anna missir vinnuna. Þannig er vandi fiskvinnslunnar ekki aðeins hagfræði- legur eða rekstrarlegur vandi sem stjórnast af markaðslögmálum heldur eru pólitískir fletir á vandanum líka. Gott dæmi um vandann sem við blasir er boðuð lokun Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar frá næstu áramótum. Fyrir- tækið veitir um 400 milljónum árlega, eigið fé er upp urið og tapið var 27 milljónir á síðasta ári og nam 26 millj- ónum fyrri helming þessa árs. Hjá fyrir- tækinu vinna um 70 manns sem er stór hluti vinnuafls á Ólafsfirði. Með boðaðri lokun Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar má segja að vandinn hafi fengið andlit og margir hrukku við og umræður urðu meiri og opinskárri en oft áður. Síðan hefur ástandið á fleiri stöðum á landsbyggðinni verið í frétt- um. Frystihúsið á Þingeyri er lokað og verður trúlega ekki opnað á ný, á Stöðv- arfirði hefur frystingu botnfisks verið hætt, á Sauðárkróki er stefnt að því að hætta frystingu bolfisks með tilheyr- andi fjöldauppsögnum. Norðurtanginn á ísafirði, til skamms tíma eitt stærsta frystihús á Vestfjörðum, er til sölu. Þar hefur verið tap á frystingunni langa hríð og skuldir fyrirtækisins orðnar mjög miklar eftir áföll í útgerð. Við þetta mætti bæta að bolfiskfrystingu var hætt hjá Borgey á Hornafirði á síðasta ári. Stöndum við verr en aðrir? í erindi sem Ágúst H. Elíasson, framkvæmdastjóri Samtaka fisk- vinnslustöðva, hélt á aðalfundi sam- takanna í september bar hann ýmsa þætti í íslenskri fiskvinnslu saman við nágrannalönd okkar Noreg og Dan- mörku. Þar kom fram m.a. að meðal- afköst í snyrtingu flaka á íslandi væru 50-60 kg á klst. meðan sambærilegar tölur frá Danmörku sýndu 110 kg af- köst á klst. Þetta sagði Ágúst leiða til Ágúst H. Elíasson, framkvœmdastjóri Sam- taka fiskvinnslustöðva, telur tímabœrt að taka einstaklingsbónus upp að nýju í fisk- vinnslu. Rússafiskurinn svokallaði sem mörg frystihús hafa keypt til að mæta hráefnisskorti hefur aukið á tapið því verð á honum hefur einnig verið of hátt og hefur vinnslan tapað á því líka. 1 6 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.