Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1996, Qupperneq 18

Ægir - 01.10.1996, Qupperneq 18
þess að laun pr. klst. væru mun hærri bæði í Danmörku og Noregi en hér- lendis en laun hér væru mun hærri væru laun reiknuð á hvert kíló. Um- reiknað í kíló á klst. miðað við þekkt afköst sýndi þetta að í íslensku frysti- húsi voru framleidd 17-18 kíló á manntíma meðan norskir kollegar vorir skila 40 kílóum en Danir 50 kílóum á manntíma. Ágúst hvatti til aukinna rannsókna og vinnutíma- mælinga í fiskvinnslu og rifjaði upp nokkurra ára gamlar mælingar úr þremur stórum fiskvinnsluhúsum sem sýndu að tírninn sem nýttist til beinna framleiðslustarfa var á bilinu 26-28 klukkutímar. Nýting vinnutíma var því 70-75% að frádregnum kaffi- tímum. Ágúst benti á að ekkert væri vitað hvort þetta væri dæmigert eða hvort þetta hefði breyst frá því að mælingarnar voru gerðar. Ágúst hvatti til aukinnar menntunar í greininni, sérstaklega meðal verkstjóra og stjórnenda, og lagði til að hópbónus- kerfi það sem víðast var tekið upp í fisk- vinnslu seint á síðasta áratug verði lagt niður að hluta og einstaklingsbónus tekinn upp aftur í snyrtingunni. Hann taldi að flæðilínurnar hefðu ekki skilað nógu góðum árangri að þessu leyti og því væri raunhæft að stíga þetta skref aftur til fyrri hátta. Hvað er til ráða? Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sagði á áð- urnefndum fundi að ef ekki yrði breyt- ing á afkomu botnfiskvinnslunnar mundi frysting botnfisks í landi dragast vemlega saman á næstu missirum og at- vinna þúsunda manna leggjast af með tilheyrandi byggðaröskun. Hann taldi að sameiningar fyrirtækja og gengisfell- ingar upp á gamla móðinn myndu ekki leysa vandann þar sem kjarni málsins væri sá að hráefnisverð væri of hátt miðað við verð á afurðum. Hann taldi að þær aðferðir sem úrskurðarnefnd notaði við verðlagningu hráefnis yrðu að taka mið af afurðaverði, annað væri algerlega óþolandi fyrir fiskvinnsluna. 50% af ýsu fara til landfrystingar inn- anlands en 35% af þorskinum. 19% ýsunnar eru fryst úti á sjó á móti 13% af þorski. 50% af þorskaflanum fara í saltfiskverkun. Arnar taldi að lausn vandans fælist ekki í því að leggja niður landvinnslu Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvhmslustöðva, telur að um 1.000 störf geti verið í hœttu vegna slœmrar stöðu botufiskvhmshmnar. og flytja vinnsluna út á sjó eins og sýn- ist mega ráða af þessum tölum. Hann hvatti til samvinnu atvinnulífs, verka- lýðsfélaga og stjórnvalda um leiðir til að snúa þessari þróun við. Arnar sagði í samtali við Ægi að þró- un næstu mánaða myndi skera úr um það hvort illa stödd fyrirtæki hættu botnfiskvinnslu. „Þau 5000 störf sem við áætlum að séu í botnfiskvinnslu dreifast þannig um landið að atvinnulíf ýmissa smærri staða getur orðið í uppnámi. Mjög hætt er við að allt að 1.000 störf geti horfið og verði ekki breyting á rekstrarum- hverfi á næstu mánuðum þá erum við að tala um mun fleiri störf en 1.000." Arnar sagði ótvírætt að brýnasta verkefnið í stöðunni væri að ná tökum á hráefnisverðinu. Viðskipti með hráefni skipast þannig að í botnfiskafla til vinnslu innanlands eru 36% seld á markaði en 64% ráðstaf- að í beinum viðskiptum og fer hlutdeild markaðar vaxandi. Þessar tölur eiga sér nokkra samsvör- un í því að í 60% tilvika eru útgerð og fiskvinnsla á sömu hendi en í 40% að- eins stunduð útgerð. í stómm dráttum má segja að sjálfstæðar útgerðir selji mest á mörkuðum en skilin eru ekki eins skýr og tölurnar gefa til kynna. Verkefni fyrirtækjanna sjálfra Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra ávarpaði fundarmenn á aðalfundi SF og taldi að slæm staða kæmi ekki með öllu á óvart og taldi enga ástæðu til að draga upp skuggamyndir af því að hefðbundin fiskvinnsla legðist af og fjöldaatvinnuleysi vofði yfir, en hitt væri líka blekking að ástandið gæti ver- ið óbreytt. Hann sagði: „Þeir eru til sem vilja banna vinnslu úti á sjó og segja að atvinnuhagsmunir fólksins í landi eigi að ganga fyrir. Það er í sjálfu sér virðingarvert sjónarmið. En flestir hljóta þó að gera sér grein fyr- ir því að miklum örðugleikum er háð að hindra þróun sem felur í sér hag- kvæmni í rekstri." Þorsteinn boðaði semsagt að hið op- inbera myndi ekki skipta sér af ástand- inu og hnykkti á boðskap sínum með því að segja: „Það liggur alveg í augum uppi að fiskvinnsla sem greiðir orðið meira en Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra seg- ir að erfiðleikar í botnfiskvinnslu séu vandamál fyrirtœkjanna sjálfra. 18 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.