Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1996, Page 20

Ægir - 01.10.1996, Page 20
jafnsannfærður um að einhver fyrirtæki yrðu gjaldþrota eða hættu botnfisk- vinnslu. „Saltfiskverkun mun aukast en við eigum eftir að sjá miklar breytingar í greininni. Aðalvandinn er hráefnið og verðið á því." Guðbrandur Sigurðsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, sem er meðal stærstu fyrirtækja í landvinnslu hélt erindi á fundi Lands- bréfa um erfiða stöðu fiskvinnslunnar og reyndi að svara spurningunni um leiðir til að snúa tapi í hagnað. Guð- brandur taldi engar „patentlausnir" í sigtinu en benti á nokkra þætti. Stór- auka þyrfti vömþróun, brjótast úr viðj- um einhæfrar bitavinnsiu og auka fjöl- breytni framleiðslunnar. Hann sagði að afköst landvinnslunnar væm ekki við- unandi og hvatti til aukinnar sjálfvirkni og aukinnar áherslu á vinnuvistfræði. Einar Svansson, framkvœmdastjóri á Húsa- vík, segir að fiskvinnslan muni leita hag- kvœmustu leiða í erfiðri stöðu en því fylgi óhjákvœmilega uppstokkun og gjaldþrot einhverra. Hann taldi einn af dragbítum greinar- innar vera skort á endurnýjun starfs- fólks þar sem uppistaðan í starfsliðinu væru rosknar konur og barnungar en fáir kysu að eyða bestu ámm starfsæv- innar í fiskvinnslu. Gera þyrfti auknar kröfur til skólakerfisins á þessu sviði og fyrirtækin þyrftu að gera átak í að halda í vana starfsmenn. Þó ráðleggingar Guðbrands séu góðar er hætt við að verst stöddu fyrirtækin, mikið skuldsett í þröngri stöðu, eigi fárra kosta völ því vöruþróun kostar mikið fé, aukin sjálfvirkni kallar á fjár- festingar og sömuleiðis kostar fé að halda í gott starfsfólk. Hver verður framtíðin? Það er erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina, sagði einhver vís maður. Þeim sem Ægir ræddi við varð tíðrætt um að vandi botnfiskvinnslunnar væri ekki einfalt mál og því tengdust ótal fleiri þættir og vandinn væri ekki að- eins tölur á blaði heldur væri bakvið tölurnar að finna lifandi fólk í hund- raða ef ekki þúsunda tali sem sæi lífs- afkomu sinni stefnt í voða. Sá sam- dráttur sem margir spá í hefðbundinni botnfiskvinnslu mun koma verst niður á meðalstórum og litlum stöðum á landsbyggðinni þar sem fá atvinnu- tækifæri eru önnur. Þótt þróunin hafi verið sú undanfarin ár að fólki í hefð- bundinni fiskvinnslu hafi fækkað á landsbyggðinni hefur ekki fjölgað nýj- um atvinnutækifærum heldur fólks- fækkun orðið jafnt og þétt. Þeir sem haldið hafa tryggð við sitt pláss og sitt frystihús sjá nú aðeins svartnætti framundan. Hinu er ekki að leyna að sá boðskap- ur sem samtök fiskvinnslumanna fluttu landsmönnum nú á haustdögum lendir eins og oft áður inn í hina pólítísku um- ræðu og er kallaður „grátkórinn" í grínaktugum tón. Gárungar segja að kórinn hafi sungið fagurlega að þessu sinni en áheyrendur hafi tekið flutn- ingnum fálega og þótt efnisskráin kunnugleg. Einn af viðmælendum blaðsins líkti þessu við dæmisöguna um drenginn sem hrópaði: úlfur, úlfur og flestir þekkja. Þó margir yppti öxlum og telji holan hljóm í viðvörunum fiskvinnslu- manna bendir margt til þess að nú sé úlfurinn raunverulegur og því nauðsyn- legt að bregðast við svo hann ekki éti smaladrenginn. □ Brimrún selur öll tæki í Helgu RE Helga RE er nýjasta fiskiskip Is- lendinga, glæsilegur rækjutogari, smíðaður I Noregi. Sú nýbreytni var höfð við þegar samið var um kaup á rafeindatækjum fýrir skipið að í stað þess að skipta við marga heildsala var gerður einn heildarsamningur við Brimrúnu ehf. á Hólmaslóð. Samningurinn fól í sér að Brim- rún seldi og setti upp öll fiskileitar- tæki, staðsetningartæki, siglinga- og fjarskiptatæki í Helgu. Brimrún er umboðsaðili fyrir Furuno, Skanti og Thrane&Thrane og þau tæki sem ekki eru framleidd af þessum aðil- um útvegaði Brimrún og tekur ábyrgð á. Auk þess að tækjavæða brúna í Helgu seldi Brimrún sjónvörp, mynd- bandstæki og útvörp í hvern klefa, innanhúskallkerfi í allt skipið, síma- kerfi og bókstaflega allan rafeinda- búnað á þessu sviði. Tveir tæknimenn frá Brimrúnu unnu í nokkrar vikur í skipasmíða- stöðinni í Noregi við uppsetningu allra tækjanna og komu heim með skipinu. Þeir eru ekki óvanir slíkum verkum því Brimrún setti upp tölu- vert af tækjum í Guðbjörgina ÍS þegar hún var í smíðum þó sá samningur væri ekki eins víðtækur og þessi. Að sögn Björns Árnasonar hjá Brimrúnu felast í þessum samningi miklir kostir fyrir útgerðina sem þarf einungis að hafa samskipti við einn aðila um viðhald og ábyrgð á öllum tækjabúnaði skipsins. Það eykur enn á hagræðið að skrifstofur Ingi- mundar hf., sem gerir Helgu út, eru hinum megin við götuna. „Þessi samningur er mikil viður- kenning fyrir þau tæki sem við eru að selja og ekki síður fyrir Brimrúnu og þá þjónustu sem fyrirtækið veit- ir.“ 20 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.