Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 17
ERLENT
Eru evrópskir sjómenn
í útrýmingarhættu?
Evrópusambandinu virðist vera full alvara með að setja lög um
vinnutíma og fleira sem varðar fiskveiðar og fiskvinnslu í Evrópu.
Sumar hugmyndirnar eru vægast sagt hlægilegar í augum þeirra
sem til þekkja.
Hugsum okkur að veiðiskip hafi fund-
ið álitlega fiskitorfu. Þegar skipstjórinn
hyggst innbyrða góða veiði bendir skips-
höfnin á klukkuna og segir:
„Því miður, skipstjóri, nú eigum við
rétt á fjögurra klukkustunda hvfld.
Hafðu gætur á torfunni og misstu ekki af
henni á meðan ...!“
I reynd eru þó áhrif lagasetningar á
vinnutíma og vinnuskilyrði aðeins lítill
hluti vandans, sem hægt er að laga smám
saman að veiðum og vinnslu eftir aðstæð-
um á hverjum stað.
Reglur um vinnutíma og vinnuskilyrði
í fiskveiðum og fiskvinnslu er þó ekki
sérevrópskt mál. Stjórn Clintons í Banda-
ríkjunum þarf í viðleitni sinni að afnema
opinbera styrki að horfast í augu við hópa
umhverfisverndarsinna og verkalýðsfélög
sem krefjast þess að tekið verði fullt tillit
til verndunar umhverfis og réttar verka-
fólks í viðskiptasamningum. Fiskiðnaður
í Bandaríkjunum, sem settir eru þvílíkir
kostir, stendur höllum fæd í samkeppni
við lönd þar sem engar slíkar reglur
gilda.
Lög og reglur eru nauðsyn
Þetta er alvarlegra mál en í fyrstu sýn-
ist. Nauðsynlegt er að setja lög um fisk-
veiðar og fiskvinnslu en það kemur fýrir
lítið ef þau taka einungis til skipa sem
sigla undir fána Evrópusambandsríkja.
Utgerðarmönnum er í lófa lagið að gera
út skip undir hentifána landa þar sem
vinnulöggjöf er slök eða ekki til og þeir
geta ráðið skipshafnir fyrir lægra kaup og
búið þeim lakari vinnuaðstæður en evr-
ópskir sjómenn myndu sætta sig við.
I stað þess að útgerðarmaðurinn eigi
skipið og við fyrirtækið vinni fjölskyldan
og aðrir úr sama byggðarlagi verður út-
gerðin í auknum mæli ópersónulegt
hlutafélag sem hefúr það markmið eitt að
græða sem mest með sem minnstum til-
kostnaði.
Ástæða þessa er „einkavæðing" fisk-
veiðanna og kvótabrask, sem færir fleiri
og fleiri skip í hendur hlutafélaga og
hversu auðvelt er að fá sjómenn og verka-
fólk úr öllum heimshornum, sem sættir
sig við lág laun og iélega aðbúð. Það er
dýrt að gera út á fjarlæg mið og hluthaf-
ar krefjast hámarksgróða. Þá eru áhafnir
ráðnar frá Filippseyjum, meginlandi
Kína og Indónesíu, svo dæmi séu nefnd.
Eftirlitsiaus ráðning fólks, sem þiggur
lágt kaup fyrir vinnu sína, iðulega við
aumustu aðstæður, býður svo heim
mannréttindabrotum. Dæmi eru auð-
fengin úr fjölmiðlum og á Netinu:
Fyrir stuttu kom frétt frá Marshalleyj-
um um að útgerðarfélag á Taiwan hefði
leigt kfnversk skip með áhöfnum. Kín-
verjunum var seld beita, ís, olía og kost-
ur á allt of háu verði, skipstjórarnir fengu
í laun einungis um 18 þúsund ISK á
mánuði og mestur hluti launa skipshafn-
anna var greiddur kínversku hlutafélög-
unum sem áttu skipin. Þau áttu síðan að
greiða fjölskyldum sjómannanna, en þær
greiðslur reyndust harla ótryggar.
Þegar svo Kínverjarnir loks neituðu að
vinna nánast kauplaust voru þeir látnir fá
of litla olíu til að sigla heim en komust
þó með hjálp stjórnvalda í Míkrónesíu.
Fréttir á borð við þessa berast æ oftar úr
mörgum heimshlutum og „skipum dauð-
ans“ fjölgar á höfunum og “þrælakistun-^
um“ í landi. Hvað gera ríki heims til að
stemma stigu við ósómanum? Fremur lít-
ið, ef nokkuð, þótt aðbúnaður farandsjó-
manna og farandverkafólks sé alþjóða-
vandamál sem þeir vita af sem vilja.
Fjöldi fólks vinnur líka fyrir lágu kaupi
við nöturlegar aðstæður í verksmiðjum
þriðja heimsins og nýtur engra félags-
legra réttinda.
Toppurinn af ísjakanum
Víst má telja að fréttir af atburðum
hliðstæðum þeim sem sagt var frá hér að
framan eru einungis toppurinn á ísjakan-
um. Sjómennirnir eru einangraðir um
borð í skipunum og gefst ekkert tækifæri
til að gerast félagar í neinum samtökum
sjómanna.
Þrátt fyrir viðleitni Alþjóðlega vinnu-
málasambandsins hefur ekki tekist bæta
aðbúnað sjómannanna sem vinna við
þessar aðstæður, lítilsvirtir og jafnvel
meiddir. Það er lítil von til þess að þeir
njóti þess sem Evrópuþjóðir kalla sjálf-
sögð mannréttindi.
í lögum og reglugerðum um fiskveiðar
ætti að kveða á um það að einungis fisk
veiddan á „mannvænan" hátt megi selja í
ríkjum Sameinuðu þjóðanna. Utgerðum
ryðkláfa og þrælaskipa ætti ekki að líðast
að keppa á óréttlátan hátt við útgerðir
skipa sem virða mannréttindi, greiða
sómasamleg laun og búa vel að sjómönn-
um um borð.
Eins og ástandið er nú er ekki einungis
fiskurinn í útrýmingarhættu, heldur
einnig sjómennirnir á þrælaskipunum.
(Byggt á grein í World Fishing)