Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 44
FISKVEIÐAR
samráð um stjórnun á veiðunum
en texti sáttmálans er hins vegar
óljós þegar kemur að útfærslu á
því hvernig þessu samráði skuli
háttað. Uthafsveiðisáttmáli Sam-
einuðu þjóðanna, sem skrifað var
undir árið 1995, var tilraun til að
bæta úr þessu. Samkvæmt sátt-
málanum er aðgangur til að veiða
á alþjóðlegum hafsvæðum áfram
öllum þjóðum frjáls , en frelsinu
fylgir sú ábyrgð að fylgja þeim
reglum sem þær alþjóðastofnanir,
sem hafa umsjón með fiskveiði-
stjórn á viðkomandi svæði, setja
um veiðarnar. Allar þær þjóðir
sem hafi hagsmuna að gæta af
veiðunum eiga hins vegar rétt á að
verða aðilar að viðkomandi svæð-
isstofnun. I sáttmálanum er jafn-
framt kveðið á um að svæðisstofn-
anir skulu hafa varúðarregluna til
hliðsjónar við ákvarðanatöku og
einnig að frjáls félagasamtök eigi
rétt á að senda áheyrnarfulltrúa á
fundi svæðisstofnananna.
Uthafsveiðisáttmálinn skapar
mikilvægan ramma fyrir starfsemi
svæðisstofnananna sem hafa fisk-
veiðistjórnun á alþjóðlegum haf-
svæðum á sinni könnu. Til að
framfylgja skilyrðum hins nýja
sáttmála þurfa margar þessara
stofnanna hins vegar að endur-
skoða vinnuferli sitt og aðlaga sig
breyttum kröfum. Sú vinna hefur
farið hægt af stað og ekki hjálpar
til að þrátt fyrir að rúm fjögur ár
séu liðin frá undirskrift út-
hafsveiðisáttmálans er hann ekki
enn genginn í gildi. I nóvember
1999 höfðu 24 ríki samþykkt
samninginn en alls þarf samþykki
30 ríkja til að samningurinn
gangi í gildi.
Mistök svæðisstofnananna í
Atlantshafi og Suðurhöfum við að
ná fram markmiðum sínum um
sjálfbæra nýtingu bláuggans ber
ekki að túlka sem svo að alþjóða-
samningar sem þessir séu gagn-
lausir. Þeir gefa hins vegar skýra
vísbendingu um að samningurinn
sem slíkur, sé aðeins fyrsta skref-
ið. Til að ná raunveruiegum ár-
angri þarf hugur að fylgja máli.
Kynna þarf samninginn og vinna
honum brautargengi.
Alþjóðlegar fiskveiðistofnanir
hafa oft verið gagnrýndar fyrir að
starfa fyrir lokuðum dyrum og að
ákvarðnir stjórnist af hagsmunum
fárra. Til að koma í veg fyrir þetta
má færa rök fyrir því að gagnsærra
ákvörðunartökuferli væri til bóta.
Þá má einnig hugsa sér að fleiri
ættu þess kost að hafa áhrif á
ákvarðanatöku, t.d. með því að
gefa bæði hagsmunaðilum í fisk-
veiðum og frjálsum félagasamtök-
um, s.s. umhverfisverndarsamtök-
um, rétt til að koma með ábend-
ingar. Með þessum hætti væri
ferlið vissulega flóknara, en hins
vegar má leiða að því líkum að
meiri sátt næðist um slíka samn-
inga og að sjómenn væru líklegri
til að fylgja þeim reglum sem þeir
hafa sjálfir tekið þátt í að móta.
Með öðrum orðum þá eru það
ekki einungis efnisatriði samn-
inga sem hafa áhrif á hve árang-
ursríkir þeir eru sem tæki til að ná
fram markmiðum sjálfbærrar nýt-
ingar, heldur skiptir samninga-
ferlið, þ.e.a.s. sú leið sem farin er
til að ná samkomulagi, ekki síður
máli.
t G A R M £ s r
AÐALSTRÆTI 6-8 • 101 REYKJAVÍK
SÍMI 51 5 2000 - www.tmhf.is
V
Á R E V H