Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 39

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 39
FJARMAL ing hlutar lánsfjár af erlendum uppruna að líkindum rakin til þess að kjör er- lendra gengistryggðra lána hafa yfirleitt verið hagstæðari kjörum hinna inn- lendu. Nýjustu upplýsingar um eignir og skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi eru frá árinu 1996. Við framreikning þeirra til ársloka 1997 er stuðst við úrtak fyrir- tækja í skýrslu Þjóðhagsstofnunar, Árs- reikningum fyrirtækja, þar sem birtir eru samandregnir reikningar fyrirtækj- anna hvort árið um sig. Er úrtakið notað til framreiknings eigna og skulda frá árs- lokum 1996 til ársloka 1997. Efnahagur úrtaksfyrirtækjanna er u.þ.b. helmingur efnahags safnsins en eiginfjárstaða þeirra er betri en eiginfjárstaða heildarinnar þar sem eiginfjárhlutfall úrtaks reyndist 30,4% í árslok 1996 á móti 25,9% eig- infjárhlutfalli safnsins það ár. Við fram- reikning skulda sjávarútvegs frá þeim tíma er stuðst við breytingar skulda greinarinnar við lánakerfið. Eignaaukning i takt við skuldir Eignir sem sýndar eru í töflu 2 eru að nokkru frábrugðnar eignum samkvæmt uppgjöri Þjóðhagsstofnunar þar sem í stað bókfærðs verðs er miðað við þjóðar- auðsmat bygginga og tækja og vátrygg- ingarverðmæti skipa. Sú aðferð hækkar eiginfjárhlutfall sjávarútvegs árið 1996 úr 25,9% í 36,0%. Við mat eigna frá ár- inu 1996 er tekið tillit til afkomu und- anfarinna ára sem bendir til þess að eign- ir sjávarútvegs hafi a.m.k. aukist í takt við skuldir. Niðurstöður áranna 1997 og 1998 eru áætlanir, alfarið á ábyrgð höf- undar og við hann einan að sakast reyn- ist þær fjarri lagi. Endanlegar niðurstöð- ur ársins 1998 verða að líkindum ekki fyrir hendi fyrr en undir lok næsta árs. Gildir hið sama um útlánaskiptingu í töflu 4 er sýnir áætlaðar skuldir sjávarút- vegs um mitt þetta ár. Skuldir utan lánakerfis hafa ætfð verið á reiki en þær voru metnar tæpir 23 milljarðar árið 1996, þá reiknaðar sem mismunur skulda alls og skulda við lána- kerfið. Skuldir utan lánakerfis eru taldar inn- lendar þar eð erlendar skuldir sjávarút- vegs, sem ekki eru innan lánakerfis, flokkast til beinna erlendra lántaka. Raunvextir eru breytilegir eftir því hvort um er að ræða innlend lán verð- tryggð, óverðtryggð eða gengisbundin lán. Á tímum örra breytinga lánskjara- vísitölu hafa vextir óverðtryggðra lána tilhneigingu til að fylgja öðru mynstri en vextir verðtryggðra lána. Þannig sker árið 1988 sig úr hvað það varðar en nokkuð dró úr verðbólgu á árinu 1988 Tafla 2 - Áætlaðar eignir og skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi árin 1986-1998 í milljörðum króna Ár 1986 Eignir alls 58,4 Skuldir alls 36,8 Eigið fé Hreint eigið fé 21,6 verðl. 1998 50,5 Eiginfjár- hlutfall 37,0% 1987 74,7 45,8 28,9 55,2 38,7% 1988 96,0 70,6 25,4 40,5 26,5% 1989 119,9 88,0 31,9 42,2 26,6% 1990 133,4 87,1 46,3 56,8 34,7% 1991 132,0 93,9 38,1 43,3 28,9% 1992 139,0 94,4 44,6 49,9 32,1% 1993 150,3 101,8 48,5 52,6 32,3% 1994 151,3 95,6 55,7 59,7 36,8% 1995 158,5 93,6 64,9 68,5 40,9 % 1996 181,5 116,1 65,4 67,5 36,0% 1997 193,3 125,9 67,4 68,3 34,9% 1998 213,0 145,2 67,8 67,8 31,8% Mynd 1 Lán bankakerfis, fjárfestingarlánasjóöa og lánasjóða ríkis ásamt endurlánuðu erlendu lánsfé og beinum erlendum lántökum til sjávarútvegs á föstu verði árin 1980 til 1988 -Gengistr. —■—Innlend Alls Tafla 4 - Áætlaðar skuldir sjávarútvegs í júni árið 1999 í milljónum króna Innlendar Erlendar Alls Innlánsstofnanir Eigin útlán 17.324 11.959 29.283 Endurlánað erl. lánsfé 0 55.844 55.844 Innlánsstofnanir alls 17.324 67.803 85.127 Beinar erlendar lántökur 0 2.714 2.714 Fjárfestingarlánasjóðir FBA 797 24.524 25.321 Byggðastofnun 1.716 2.551 4.267 Fjárfestingarlánasjóðir alls 2.513 27.075 29.588 Lánasjóðir ríkis Þróunarsjóður 2.434 1.283 3.717 Lánasjóðir ríkis alls 2.434 1.283 3.717 Eignarleigur 309 1.301 1.610 Skuldir við lánkerfið alls 22.580 100.176 122.756 SkuLdir utan lánakerfisins 27.802 0 27.802 Skuldir alls 50.382 100.176 150.558 Afskriftareikningar 372 2269 2641 Hrein skuldastaóa 50.010 97.907 147.917

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.