Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN
stjórnarskrár uppfyllt. Að fullyrða
að hér verði hrun ef mismunun
núverandi kvótakerfis væri af-
numin er algjörlega úr lausu lofti
gripið.
Viðhald landsbyggðar
Aðrar norrænar þjóðir hafa gert
margt til þess að viðhalda byggð
og gera það eftirsóknarvert fyrir
fólk að búa úti á landsbyggðinni.
Norðmenn eru fiskveiðiþjóð og
með dreifða byggð. Þeir setja
óhindrað reglur til viðhalds
byggð í norðurhluta landsins.
Flestir vita núorðið um mikla
byggðastyrki innan ESB. Allar
þær aðgerðir benda til þess að lýð-
ræðisríki sem búið hafa við þétt-
býlismyndun mun lengur en Is-
lendingar telji óhikað að verð-
mæti þjóðar felist í því að við-
halda byggð sem víðast.
Eyðibyggðastefna sem hér er
rekin með því að taka upp sölu
kvótans er að mínu viti glæpur
sem vegur að framtíðarhagsmun-
um og menningu okkar.
Snúum við sem fyrst
Berum gæfu til þess að snúa við
sem fyrst frá núverandi eyði-
byggðastefnu. Viðurkennum rétt
fólksins til sjósóknar og fiskveiða.
Sá réttur er enda tilkominn af lan-
gri hefð og þorpin eru staðsett við
ströndina vegna þess að þaðan var
gott að sækja til nálægra fiski-
miða. I hvaða fiskveiðistjórnar-
kerfi sem er eiga útgerðarmenn,
smáir sem stórir, aðeins að hafa
nýtingarrétt en aldrei sölu- og
leigurétt á óveiddum fiski í sjón-
um.
Gefum strandveiðiflotanum
eins mikið sjósóknarfrelsi og
mögulegt er innan þess stjórn-
kerfis sem við notum hverju
sinni. Höfum eins fáar botnfisk-
tegundir í kvóta hvers útgerðar-
flokks eins og mögulegt er, vegna
þess að einfalt kerfi í framkvæmd
er gott stjórnkerfi sem kallar á lít-
inn eftirlitsiðnað.
Tryggjum að við breytingar og
niðurfellingu núverandi kvóta-
braskkerfis haldi núverandi út-
gerðarmenn og fiskiskipaeigend-
ur rétti til þess að stunda fiskveið-
ar sem byggjast á heimild til nýt-
ingar um leið og sölu- og leigu-
réttur þeirra á óveiddum fiski
verður afnuminn. Tryggjum við-
snúning með jafnræði og atvinnu-
frelsi að leiðarljósi um leið og við
sýnum sægreifunum umburðar-
lyndi, sanngirni og bjóðum að-
lögunartíma fyrir þá til breyttra
og betri hátta. Þeir verða sjálfir að
fást við sín fráhvarfseinkenni,
enda góðu vanir.
Góðar hugmyndir eru til
í mismunandi útfærslum
Pósthólf 50 • 620 Dalvík • Sími: 460 5000 • Fax: 460 5001 • Tölvupóstur: saeplast@saeplast.is • Heimasíða: www.saeplast.is
33