Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2000, Side 25

Ægir - 01.01.2000, Side 25
ÆGISVIÐTALIÐ Merkilegast af öllu er þó að heyra í fulltrúum sjó- manna um þennan dóm. Sævar Gunnarsson fagnar niðurstöðu dómsins. Ætli sjómenn á skipum Síldar- vinnslunnar fagni niðurstöðunni? Eg held varla. Menn geta verið svo einfaldir í þessari umræðu eins og kom fram hjá sjómanni á Neptúnusi frá Þórshöfn í viðtali við Stöð 2. Hann fagnaði niðurstöðu dóms- ins, bölvaði kvótaeigendum á Akureyri, en sagði svo í lokin að það væri engin hætta með veiðar á því skipi sem hann vinnur á, útgerðin „ætti“ loðnukvóta og nýtti sér hann.“ Allt f lagi að tala um veiðileyfagjald Hvað með veiðileyfagjald? „Það er allt í lagi að taia um veiðiieyfagjald. Spurn- ingin er bara af hverju á að taka og hvaða leið á að fara? Það er hægt að hugsa sér að sameign þjóðarinn- ar verði sett í pott sem síðan yrði selt úr, væntanlega þá hæstbjóðanda. Við getum hugsað sem svo að við færum héðan frá Síldarvinnslunni í upphafi kvótaárs með fulla tösku af peningum til Reykjavíkur og kæmum stundum til baka með fullar hendur af kvóta og stundum ekki neitt. Auðvitað eiga menn að taka þátt í umræðu um hvort það eigi að skattleggja þessa atvinnugrein eitthvað sérstaklega umfram aðrar at- vinnugreinar. Sjávarútvegurinn er skattlagður í dag. Greinin tekur beinan þátt í kostnaði sem hlýst af sjávarútveginum sjálfum. Sjávarútvegurinn greiðir kostnað við eftirlit og ýmsar greiðslur hafa aukist og menn geta þess vegna kallað þær veiðileyfagjald. En það verður sjálfsagt alltaf deilt um fjárhæðir í þessu sambandi. Síldarvinnslan er að greiða nokkuð marg- ar milljónir á ári í þennan pott. En umræðan um veiðileyfagjald hefur farið á verri veg, m.a. vegna þess að útgerðarmenn hafa ekki verið tilbúnir að taka þátt í umræðu um slíkt gjald. Eg er ekkert undanskilinn öðrum forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunaaðilum í því sambandi. Við eigum að taka þátt í þessari umræðu og leiða hana í einhvern far- veg.“ Samfélagið þarf á stóríðju að halda Hefur forstjóri Síldarvinnslunnar hf. engar áhyggjur af því að missa starfsfólk verði af byggingu álvers á Reyðar- firði? „Jú, ég er skíthræddur um það, skíthræddur um það. Eg er alveg klár á því og ég hef ekki farið ieynt með að ég lít svo á að til að byrja með geti stóriðja á Reyðarfirði haft áhrif á félag eins og Síldarvinnsluna. En ég held bara að samfélagið þurfi á þessu að halda, meiri fjölbreytileika til þess að hér geti farið að fjölga í stað þess að fólki sé alltaf að fækka. Því segi ég að til lengri tíma litið verði álver á Reyðarfirði já- kvætt fyrir Síldarvinnsluna hf. Menn verða bara að fara að hugsa sjávarútveginn upp á nýtt. Horfa á að þetta sé ekki ígripavinna, eins og stundum ber á í hugsunum fólks. Það þarf að breyta þessari neikvæðu ímynd greinarinnar og nei- kvæða talinu um að vinna „bara“ í fiski. Af hverju er slíkt tal uppi? Kannski vegna þess að iaunin eru ekki nógu góð og atvinnuöryggi lítið. Ef vantar fisk þá er fólk sent heim og það er kannski þetta öryggisleysi sem gerir það fyrst og fremst að verkum að það er ekki eftirsóknarvert að vinna í fiski. Við þurfum þess ýr fiskiðjuveri Síldar- vegna að laga fiskvinnsluna þannig til, að það verði vinnslunnar hf. eftirsóknarvert og áhugavert að vinna í fiski og horfa á þannig á málið að fiskvinnslufólk sé í heils árs störf- um. Svo þarf líka að bæta launin en það eru mörg störf sem eru verr launuð í þjóðfélaginu en fiskvinnsl- an. Fólk er bara tilbúið að fara úr fiskvinnslunni í þau störf öryggisins vegna. Með meiri tæknivæðingu, eins og er almennt að verða í fiskiðnaði, eigum við að ná inn fólki með ákveðna menntun og/eða starfsþjálf- un. Það á að skapa þessu fóki þannig vinnuumhverfi að það geti verið stolt af því að vinna í fiski, við mat- vælaframleiðslu. Það hiýtur að eiga að vera svoleiðis hjá þjóð sem lifir á fiskveiðum. Síðan á fólk að hætta að segja við börnin: „ef þú tekur þig ekki á í skólan- um verður þú í fiski alla þína ævi.“ Áherslan verður lögð á það sem við erum bestir i Að lokum. Hvað œtlar forstjóri Síldarvinnslunnar að leggja áherslu á á þessu ári? „Við ætlum að leggja áherslu á það sem við teijum okkur vera besta í. Það eru veiðar og vinnsla á upp- sjávarfiski. Við ætlum okkur að reyna að vinna meira úr þessum tegundum hvort sem þær heita loðna, síld eða kolmunni. Auk þess ætlum við að reyna að bæta afkomuna í bolfiskinum. Hugsanlega breytum við vinnslunni eitthvað, þannig að betri árangur náist. Áherslurnar liggja þá í því að skoða möguleikana í landvinnslu á uppsjávarfiski og bolfiski.“ 25

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.