Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2000, Page 30

Ægir - 01.01.2000, Page 30
SJÁVARÚTVEGSDEILD HA 10 ÁRA Hvað segja fyrrverandi og núverandi nemendur? „Ég efast um að ég hefði farið til náms í sjávarútvegsfræðum væri ég ekki úr sjávarþorpi," segir Ashildur Jóna Böðv- arsdóttir frá Hólmavík, sem er nemi á fyrsta ári við sjávarútvegsdeild Háskól- ans á Akureyri. Hún segist hafa unnið við ýmis störf í gegnum tíðina, en hafi verið afar óákveðin með framhaldsnám Álitlegur kostur - segir Áshildur Jóna Böðvarsdóttir, nemandi á 1. ári þegar kom að því að velja það. „Ég hafði hugsað mér að fara í rekstrarfræðinám að Samvinnuháskólann á Bifröst eða í iðnhönnun. Mér var örugglega búið að detta í hug að læra allt nema garðyrkju. Að lokum rakst ég á sjávarútvegsdeild- ina hér á Akureyri, í fyrstu hélt ég að þetta væri eitthvað svipað og Fisk- vinnsluskólinn, en annað kom á daginn - og því fannst mér þetta nám mjög álit- legur kostur. I framhaldinu ákvað ég að sækja um skólavist." Skýringu á dræmri aðsókn að deild- inni telur Ashildur tvíþættar, þ.e. að bæði sé mörgum ókunnugt um starf deildarinnar og einnig geti komið til ákveðnir fordómar. Það þyki ófínt að vinna í fiski. „Fólk segir sem svo að þjóðin sé búin að starfa við sjávarútveg í gegnum tíðina og spyr sig hvað það sé í raun sem þurfi að kenna og læra. Það er einmitt mjög margt sem er hægt að nema nýtt í þessum fræðum. Nám í sjávarútvegsfræði býður upp á margra atvinnumöguleika að því loknu og opn- ar fólki ýmsar dyr í mörgum öðrum greinum en sjávarútvegi. Því er hér ekki verið að fara í fjögurra ára háskólanám til þess eins að geta unnið í frystihúsi. Annað sem þarf að hugsa um er að tengja saman ferðaþjónustu og sjávarút- veg. Það er margra ára verk og ég efast um að ég muni standa í því, en frændur okkar í Noregi eru komnir langt fram úr okkur í };>eim efnum. I þessu sam- bandi koma mér meðal annars í hug gömlu síldarverksmiðjunar í heima- byggð minni á Ströndum, sem ég efa ekki að mörgum þætti gaman að skoða,” segir Ashildur. Þverfaglegt nám er kostur - segir Óttar Már Ingvason, nemandi á þriðja ári „Það er áhyggjuefni fyrir deildina hversu aðsóknin er slök og trúlega ligg- ja margar skýringar þar að baki. Ein ástæðan gæti þó verið að neikvæð um- ræða um fiskveiðistjórnunarkerfi hefur neikvæð áhrif á ímynd sjávarútvegsins í heild. Því tel ég að bæta þurfi ímyndina og kynna sjávarútveginn sem háþróaða og kröfuharða matvælaframleiðslu- grein,“ segir Óttar Már Ingvason frá Hornafirði, sem er á þriðja ári við sjáv- arútvegsdeild Háskólans á Akureyri. Hann er menntaður vélstjóri og er að ljúka 4. stigi samhliða sjávarútvegs- fræðinni en Óttar byrjaði sextán ára til sjós - og gerir í dag út þrjá smábáta. „Upphaflega stefndi ég á að læra verkfræði eða véltæknifræði. En eftir að hafa kynnt mér starfsmöguleika að loknu sjávarútvegsnámi sá ég að þeir voru góðir og að námið lá vel innan míns áhugasviðs. Þar með var mennta- brautin ákveðin. Einnig tel ég að námið gefi mér möguleika á að nýta þá tækni- menntun sem ég hef nú þegar aflað mér. Nú þremur árum seinna er ég enn á sömu skoðun. Helstu kostir námsins eru að það er þverfaglegt og tekur á tækni, vísindum og rekstri sem veitir góða innsýn í flest viðfangsefni fyrirtækja. Og vegna fjöl- breytninnar gefur það góða möguleika á margvíslegum störfum, bæði í sjárút- vegi og annars staðar," segir Óttar. „Mér finnst námið skila sínu í aðalat- riðum en auðvitað er misjafnt hvar mönnum finnst að áherslurnar ættu að liggja og það fer allt eftir hvaða starfs- svið vekur mestan áhuga hjá hverjum og einum. I heild ætti námið að gefa víðtækan skilning á þeim fjölmörgu þáttum sem varða sjávarútveginn sem heild og geta hjálpað mönnum við ákvarðanatöku í starfi," segir Óttar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.