Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2000, Page 26

Ægir - 01.01.2000, Page 26
BJÖRGUNARBÚNAÐUR SS Stál í Hafnarfirði: „Höfum ekki undan pöntunum" - segir Skúli Sigurðsson um smíði á Olsen björgunarbúnaði fyrir skip og báta „Við gerðum okkur vonir um að smíða, selja og afgreiða frá okkur um um 150 gálga á þessu ári en það er nú þegar fyrirséð að við munum framleiða langt umfram það mark,“ segir Skúli Sigurðs- son, eigandi SS Stáls í Hafnarfirði en fyrirtækið framleiðir sjálf- virkan sleppibúnað fyrir björgunarbáta. Búnaðurinn ber nafnið Olsen eftir hönnuðinum Karli Olsen en gerður var samningur milli hans og SS Stáls um að SS-Stál annist framleiðslu og markaðssetn- ingu á búnaðinum. Karl Olsen kom fyrst fram með sjálf- virka sleppibúnaðinn árið 1983 og er um að ræða gálga sem björgunarbátahylkin eru spennt á. Ef bátarnir eru losaðir skjót- ast þeir frá skipinu og er hægt að losa bát- ana með sylgju á gálganum sjálfum eða með handfangi inni í stjórnhúsi báts eða skips, eða á öðrum stað sem æskilegt er talið að koma handfanginu fyrir. Búnað- urinn er einnig hannaður þannig að ef bátar sökkva án þess að takist að losa björgunarbáta þá losna bátarnir þegar skip er komið á yfir tveggja metra dýpi. Skýring á því hversu mikil eftirspurnin er hjá SS Stáli er sú að samkvæmt reglu- gerð ber nú skipum og bátum yfir 15 metrum að lengd að vera með tvo björg- unarbáta á sjálfvirkum losunargálga. Búnaðinum skal komið fyrir við hvora síðu en björgunarbátum fjölgar síðan á stærri skipum í hlutfalli við fjölda í áhöfn. Samkvæmt reglugerð þurfa skip að sýna fram á fullgildingu á þessu nýja reglugerðarákvæði við skipaskoðun á ár- inu 2000 og ætti flotinn því að hafa lok- ið verkefninu þegar kemur að næstu ára- mótum. „Eftirspurnin er mikil þessa dagana og biðtími eftir afgreiðslu og uppsetningu,“ segir Skúli en engu að síður geta skip fengið skipaskoðun og haffærisskírteini. „Ef útgerðarmenn hafa staðfest pöntun frá okkur þá gefum við út yfirlýsingu um afgreiðslu á búnaðinum og niðursetningu og þeir pappírar nægja til að skip fari í gegnum skipaskoðunina. A þennan hátt hefur það ekki áhrif þó margir þurfi nú afgreiðslu á skömmum tíma,“ segir Skúli. Kostnaður allt að hálfri milljón Auk framleiðslu á Olsen björgunarbún- aðinum annast SS Stál niðursetningu á Skúti Sigurðsson og Karl Olsen við Olsen-björgunarbúnaðinn, sem SS Stál framleiðir. Hér sést hvernig öftugur gormur kastar gátganum til og þar með björgunarbátnum frá skipinu. 26 Kart Otsen sýnir hvernig björgunarbátur er tosaður á ein- fatdan hátt með þvi að toga i sytgju á gátganum. búnaðinum og styðst einnig við net um- boðs- og þjónustuaðila um allt land. Búnaðurinn er skoðunarskyldur og munu sömu umboðsmenn annast skoðun bún- aðarins í framtíðinni. Skúli segir að ef um er að ræða búnað sem kasti björgunarbát frá skipi þá liggi kostnaður um hálfa milljón króna en kröfur eru ekki eins strangar hvað varðar minni bátana og lausnirnar þar af leiðandi kostnaðar- minni. „Utgerðarmenn hafa fengið í hendur upplýsingar um reglugerðina og vita hvað þeir þurfa að gera. Við höfum líka orðið varir við að sumir eru þegar með fleiri báta með losunarbúnaði um borð en þeir þurfa, samkvæmt reglugerð. Til að mynda eru bátar aftur á gálga á stærri frystitogurunum og við vitum til þess að bátum er oft skotið út ef menn fara í sjó þegar verið er að taka inn troll. Bátarnir eru því ekki aðeins öryggisbúnaður held- ur um leið hjálparbúnaður," segir Skúli. Olsen búnaður á erlendan markað Átta starfsmenn eru nú hjá SS Stáli við framleiðslu á Oisen björgunarbúnaðin- um. Skúli segist hafa fulla trú á að mikið verði að gera á komandi árum þar sem Is- lendingar séu langt á undan öðrum þjóð- um í þessum málum og aðeins tímaspurs- mál hvenær aðrar þjóðir geri svipaðar kröfur til sinna útgerða. „Sjálfvirkur sleppibúnaður á rætur að rekja til Islands og hingað horfa allir sem eitthvað hugsa um þessi mál. Eg er þess vegna bjartsýnn á að við séum hér með trausta útflutn- ingsvöru í höndum," segir Skúli.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.