Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 29
SJÁVARÚTVEGSDEILD HA 10 ÁRA lífsins af menntamálum til þessa verið mjög lítil. „Ég man ekki eftir nema einu tilviki að ég hafi fengið ein- hver skilaboð úr atvinnulífinu um hvað við ættum að gera. En þegar þetta afskiptaleysi atvinnulífsins af starfi okkar ber á góma þá tel ég að ástæðan sé ein- faldlega sú menntahefð í þessari atvinnugrein hefur ekki verið til staðar. Þetta er þó að breytast vegna þess að margir af stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja í landinu eru gamlir nemendur okkar.” Þörf á fleiri sérfræðingum Þeir fimmtíu og sex sjávarútvegsfræðingar sem Há- skólinn á Akureyri hefur brautskráð hafa ekki haft af- gerandi áhrif á störf og stefnu í íslenskum sjávarút- vegi, að mati Jóns. „Menn væru að taka alltof stórt upp í sig ef þeir héldu slíku fram. Hins vegar eru allt aðrir og stærri hlutir að gerast; markaðsvæðing sjáv- arútvegsins hefur miklu breytt og fyrst nú á allra síð- ustu árum er kvótakerfið í raun farið að virka sem skyldi. Þessir þættir og fleiri eru það sem kallar á vel menntað starfsfólk inn í greinina,” segir Jón, sem tel- ur að á næstu árum verði verulegar breytingar á öllu starfsumhverfi íslensks sjávarútvegs. Gróft áætlað starfa í dag um 12 þúsund manns við greinina, álíka margir á sjó og í landi. Telur Jón að á næstu tíu árum muni starfsfólki fækka um nærri 40% í báðum hóp- um, þó heldur meira þó í landi en á sjó. „A sama tíma mun atvinnugreinin halda áfram að þróast í átt til aukinnar tæknivæðingar og sérhæfing- ar - og sífellt verður meiri þörf á fá til starfa sjávarút- vegsfræðinga, viðskiptafræðinga, tölvufræðinga, verk- fræðinga og aðra slíka. Æskilegt er að eftir svo sem tíu ár verði tveir þriðju hlutar starfsmanna í land- vinnslu komnir með einhverja sérhæfða háskóla- menntun, en í dag er hlutfallið á bilinu 5 til 10%. Það er þó full mikil bjartsýni að ætlast til þess að á einum áratug verði hlutfall háskólamenntaðra starfs- manna komið í þessa óskatölu, raunsæi er að búast við kannski 20%. Það er þó ákveðið vandamál að greinin hefur ekki enn markað sér neina ákveðna stefnu í menntamálum starfsfólks. Það er þó afar mikilvægt, því bætt menntun tel ég að myndi skila miklu meiri arði en þessari þriggja prósenta fram- leiðniaukningu á ári sem verið hefur síðustu ár og var kynnt sérstaklega á dögunum.” Glímum við gamla fordóma Eins og segir hér að framan er aðsókn að sjávarútvegs- deildinni ekki nándar nærri jafn mikil og forstöðu- maður hennar vildi sjá og deildin getur annað. En hver er ástæða þessa? Hvers vegna er ekki eftirsótt að nema sjárvarútvegsfræði þegar atvinnumöguleikar fólks með þessa menntun eru góðir - rétt eins og launakjörin? „Því miður held ég að við séum að glíma við gamla fordóma,” segir Jón Þórðarson og hann heldur áfram: „Við sjáum ef til vill þarna hvert viðhorfið til sjáv- arútvegsins er - og það hefur jafnframt verið kannað hvert ungt fólk sæki áhrifin þegar það velur sér fram- haldsnám. Áhrifin koma að langmestu leyti frá for- eldrum og systkinum, að mestu leyti þó frá móður. Þar af leiðandi má halda því fram í gamni, en þó nokkurri alvöru, að brýnt sé fyrir íslenskan sjávarút- veg að koma sér vel við konur. Einnig hafa breytt gildi í þjóðfélaginu sitt að segja. Þeir sem fara í skipstjórnar- eða vél- stjóranám fá að heyra að þeir séu ekki heima hjá sér nema lítinn hluta árs, þeir sinni ekki fjölskyldu sinni sem skyldi, standi sig illa við barnauppeldi og uppfylli almennt talað ekki skyldur sínar í nútíma- þjóðfélagi. Hér erum við með öðr- um orðum að tala um aukið vægi hinna mýkri gilda. En þetta á ekki að gilda um nám í sjávarútvegs- fræðum, sem veitir fólki aðgang að góðri vel launaðri vinnu í landi, þannig að spurningu þinni um það hvers vegna aðsókn að sjávarútveg- deildinni sé ekki meiri get ég ekki svarað með góðu móti.” Við skólamenn þurfum að standa okkur í samkeppninni Áður en sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri var sett á laggirnar fóru þeir sem numu sjávarútvegsfræði á háskólastigi gjarnan til Tromsö í Noregi. Að sögn Jóns hefur verulega dregið út aðsókn Islendinga að skólanum þar, en hann telur þó alls ekki æskilegt að reynt verði að draga úr utanferðum Islendinga til náms í þessum greinum. „Ég held að lang best fyrir okkur sé að stýra þessu ekki neitt. Ef betri menntun er í boði erlendis en hér heima þá fara menn út. Við skólamenn verðum að standa okkur í samkeppninni um að mennta fólkið sem mest, fólkið sem verður að standa sig í sam- keppninni úti í atvinnulífinu. Það er gott fyrir ís- lenskan sjávarútveg að til starfa komi fólk sem hefur sótt menntun sína sem víðast. Við þurfum ekki að horfa sérstaklega til Tromsö í þeim efnum. Ég hefði til dæmis viljað að fleiri færu til náms í Japan eða Kína, þangað hafa tveir eða þrír einstaklingar farið til náms - en mættu vera fleiri.” Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyn'. Sjávarútvegsfyrirtækin eiga að gera þekkinguna að söluvöru Að mati Jóns munu á næstu árum eiga sér stað mikl- ar breytingar í íslenskum sjávarútvegi. „I öllum frumvinnslugreinum alls staðar í heimin- um gerist það um þessar mundir að almennu verka- fólki fækkar. Fleiri menntaðir einstaklingar eru að koma til starfa og greinarnar eru að breytast í það sem við kölium þekkingariðnað. Einmitt þess vegna er þörf á fleiri einstaklingum sem hafa hlotið góða menntun á þessu sviði,” segir Jón Þórðarson. „Islenskur sjávarútvegur er byggður á þekkingu og þar höfum við forskot fram yfir aðra í því að selja þekkingu okkar til annarra og í þeim efnum eru fyr- irtæki eins og Marel, Tölvumyndir og Sæplast góð dæmi. Sjávarútvegsfyrirtækin sjálf eiga líka að hugsa um fleira en veiðar og vinnslu, eiga að breyta sér að hluta til í þekkingarfyrirtæki. Setja upp deildir sem selja þekkingu og reynslu til annara og afla sér tekna. Þetta er reyndar farið að gerast í nokkrum mæli í dag og verður mun meira í náinni framtíð, þegar menn gera sér betur ljóst að þekking er söluvara - jafn mik- ils virði og kvótinn.”

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.