Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 34
VAKI-DNG HF
-Ijósm. Sverrir Jónsson
Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vaka-DNG (t.v.) og Jóhann Bjarnason, sölustjóri.
Vaki-DNG hf. hefur sitt fyrsta starfsár:
Ætlum að styrkja stöðu okkar
á erlendum mörkuðum
- segir Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Ein af athyglisverðustu fyrirtækjasameiningum á síðasta ári í ís-
lenskum sjávarútvegi var samruni Vaka - fiskeldiskerfa hf. og
DNG-Sjóvéla hf. í hinu nýja fyrirtæki, Vaka-DNG hf., mætist
framleiðsla á búnaði fyrir bæðl fiskveiðar og fiskeldi, og á öll starf-
semi fyrirtækjanna það sameiginlegt að í vöruþróuninni er stuðst
við nútímatækni til stýringar á búnaði, þ.e. tölvutæknina. Á árinu
1999 veltu fyrirtækin sameiginlega um 400 milljónum króna og
sköpuðust sjö af hverjum tíu tekjukrónum fyrirtækisins af sölu á
erlendum mörkuðum, þannig að sjá má af því að Vaki-DNG hf. er
öflugt útflutningsfyrirtæki í sjávarútveginum.
Fyrirtækið er skráð á Vaxtarlista Verð-
bréfaþings og eru hluthafar Vaka-DNG
hf. alls um 125 talsins og er Hampiðjan
stærsti eigandi með um 26% hlutafjár.
Aðrir stærri eigendur eru Þróunarféiag
Islands og hlutabréfasjóðir en til viðbótar
starfsmenn og aðrir einstaklingar.
Sjávarútvegur
og fiskeldi mætast
Vaki-fiskeldiskerfi hf. byggði áður á
tveimur megin starfssviðum. Annars veg-
ar á þróun og sölu á tæknibúnaði fyrir
fiskeldi, þ.e. lífmassamælum og teljur-
um. Á þessu sviði hefur fyrirtækið haft
nokkra sérstöðu og boðið tæknilausnir á
tímafrekum störfum : fiskeldinu. Stærstu
markaðir fyrir þessar framleiðsluvörur
hafa verið Noregur og Skotland. Síðast-
liðin tvö ár hefur fyrirtækið starfrækt
dótturfyrirtæki í báðum löndunum sem
þjónustað hafa fiskeldisfyrirtæki þar og
sinnt sölumálum en annars hefur verið
byggt á umboðsmannakerfi vítt og breitt
um heiminn.
Hitt megin starfsvið Vaka-fiskeldis-
kerfa hf. var þróun og sala á stýringar-
búnaði fyrir veiðarfæri, þ.e. kerfi sem
bera vörumerkin LineTec, SeineTec og
TrawlTec, og er þar um að ræða átaks-
mælibúnað og stýrikerfi fyrir línu, drag-
nót og troll ásamt nýrri gerð aflanema.
Þennan búnað hefur fyrirtækið selt á
markaði hérlendis og erlendis en í fram-
leiðslu hans hefur mikið verið stuðst við
iðnfyrirtæki sem undirverktaka.