Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.2000, Blaðsíða 20
SÍF HF Fiskréttaverksmiðja SÍF i Bandarikjunum. Dótturfyrirtæki SÍF i Kanada, sem verið hefur í mikiLLi sókn á undanförnum árum. athygli innkaupastjóra þes- sara stóru keðja en þegar ísinn er brotinn og tekist hefur að koma á viðskiptum þá eru viðskiptin stöðug, svo lengi sem við stöndum okkur í gæðum og áreiðanleika," segir Friðrik og vfkur nú að því atriði sem margir telja kannski hvað mikilvægast, þ.e. er verðið. „Verðið er vissulega mikil- vægt en verð á samkeppnis- markaði skapast af mörgum þáttum. Einstök fyrirtæki ráða kannski ekki miklu um það en árangur fyrirtækjanna ræðst af því að þau séu áreiðanlegir viðskiptavinir og eftirsóttir. Það er síðan innan sölufyrirtækjanna sem gæta þarf þess að stýra kostnaði og öðrum framleiðsluþáttum á réttan hátt til að eftir standi ásættanlegur hagnaður að afloknum viðskiptum." Dótturfyrirtæki SÍF í Frakklandi. Þar i landi mun verða lögð megináhersla á aó nálgast neytandann og skapa SÍF eigið vörumerki á netyendavöru- markaði. Óplægður akur á Bandaríkjamarkaði Skýringuna á því að mikið er horft til starfsins hjá SIF í Frakklandi er sú að þar er um fjölbreyttast vöruúrval að ræða á sama markaðssvæðinu og því hentar sá markaður best til að renna stoðum undir eigið merki SIF á neyt- endavöru. Friðrik segir að reynslan frá Frakklandi komi til með að nýtast á öðrum mörkuðum SIF í heiminum. „Bandaríkjamarkaður er kannski sá akur sem við teljum að hægt sé að plægja mest til árangurs en þar er vörumerkið „Samband" mjög þekkt og síðan hefur SIF þegar náð góðum árangri með saltfiskinn, sér í lagi á New-York svæðinu. Tíminn verður að leiða í ljós hvernig okkur gengur vestan hafs en við reiknum ekki árangur í Bandaríkjunum sérstaklega inn í okkar áætlanir í byrjun. Þau atriði sem við horfum sérstak- lega til vegna sameiningarinnar eru breiðara vöruúr- val, samband við fleiri viðskiptavini, sterkara fyrirtæ- ki með aukna áherslu á vöruþróun og markaðsstarf og síðan samlegðaráhrifin í starfseminni í heild,“ segir Friðrik. Umhverfismálin skapa tækifæri Umhverfismálin ber æ oftar á góma í sjávarútvegi og þau eru tengd sölu á afurðum Islendinga erlendis og gjarnan sagt að viðskiptavinir okkar spyrji í vaxandi mæli um þennan þátt í íslenskum sjávarútvegi. Friðrik segir ljóst að umhverfismál séu mismikið áhersluefni á einstökum markaðssvæðum. Minna sé spurt um þennan þátt á saltfiskmörkuðum en á mörkuðum fyrir frysta fiskinn. „Mér finnst að umhverfisumræðan komi dálítið í bylgjum og líkist tískusveiflum. Hvað SIF varðar þá munum við líta á umhverfismálin og þá umræðu sem tækifæri frekar en ógnun en umhverfismálin eru einn af þeim þáttum sem vinna þarf að og taka tillit til í sölustarfi á fiskafurðum í dag,“ segir Friðrik. Umbrotaárið 2000 Aðspurður um áætlanir um rekstrarafkomu SIF á árinu 2000 segir Friðrik öllum ljóst að það verði mikið tímamótaár í starfi fyrirtækisins, árið sem sam- runi SIF og IS verði útfærður. „Við munum nota árið 2000 til að tryggja okkar markaðsstöðu og almenna stöðu okkar á þeim viðkvæmu mörkuðum sem við erum að vinna á. Við reynum að sjálfsögðu að skila góðri afkomu en lítum frekar til þess að á árinu 2001 þá getum við snúið kröftum okkar að því að ná fram góðum hagnaði og sýna þannig í verki fram á þann árangur af sameiningunni sem við teljum okkur sjá fyrir á þess- ari stundu," segir Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF. SIE Sameiningin: Félögin sameinuð undir nafninu SÍF hf. á grundvelli Laga um hLutafélög. Samruninn miðast við 1. júli 1999 HeiLdarhlutafé félagsins verður 1.500 miLljónir króna Skiptihlutfall eftir samrunann: ÍS 29% SÍF 71% Eignaraðild SÍF eftir samruna: VátryggingaféLag ísLands hf. 2,0% 23 hLuthafar með meira en 17» hLutafé Tryggingamiðstöðin hf. 1,8% Enginn með meira en 8,07o hLut SnæfeLL hf. / KEA 1,8% Hátt á annaó þúsund hluthafar Lífeyrissjóður NorðurLands 1,7% Nesskip hf. 1,6% Lífeyrissjóður sjómanna 1,5% Stærstu hluthafar: Samvinnusjóður ísLands hf. 1,4% Burðarás hf. 7,9% Fiskiðja Sauðárkróks - FramLeiðendur ehf. 6,77o KaupféLag Skagfirðinga 1,4% Búnaðarbanki ísLands 3,77o VÍB - Sjóður 6 1,4% MundiLL hf. 3,3% AuóLind hf. htutabréfasjóður 1,3% Lífeyrissjóður VR 3,0% Fiskanes hf. 1,3% FBA hf. 2,8% Úrvalsbréf 1,1% SamvinnuLífeyrissjóðurinn 2,3% KASK svf. 1,1% Fjárfestingasjóður Lífeyrissjóður AusturLands 1,1% Búnaðarbanka ísLands 2,1% íslenski fjársjóðurinn hf. 1,0% 20

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.