Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2000, Side 24

Ægir - 01.01.2000, Side 24
ÆGISVIÐTALIÐ eða dreifbýli. Ef menn velta fyrir sér slíkum hlutum er það oftast stjórnunarlegi þátturinn sem strandar á, hvar eru höfuðstöðvar o.s.frv. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki á landsbyggðinni hafi útibú í Reykjavík eða öfugt. Aðal málið er að menn sjái fyr- ir sér ákveðna hagræðingu og að það komi betur út fyrir eigendur félaganna að vinna saman. I firamhaldi af þessu þá er kemur kannski hræðsla við að smærri staðirnir detti út og hafi ekki roð í samkeppnina við stærri staði eins og Reykjavík og Akureyri. I mínum huga er málið einfaldlega það að bær eins og Nes- kaupstaður verður bara að standa sig sjálfur." Ekki hægt að stoppa Burðarás Nýlega skrifaði Ólafur Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Síldarvinnslunnar, grein þar sem hann varabi við því að Eimskiþafélagið eignaðist fyrirtcekið. Hvað finnst þér um þau skrifP „Það hefði kannski verið eðlilegra að Ólafur hefði skrifað þessa grein þegar Síldarvinnslan fór á opinn hlutabréfamarkað, þegar menn tóku ákvörðun um að sækja peninga til fjárfesta til verulegrar uppbygging- ar í Neskaupstað. Allir fjárfestar gera kröfu um að fjárfestingar skili arði og því held ég að Ólafur hafi átt að koma með þessi skrif á þeim tímapunkti. Eftir að félagið varð opið og menn gátu og geta keypt hlutabréf frjálst er orðið of seint að tala svona. Eg sé ekki að það sé hægt að stoppa Burðarás. Mér finnst það bara jákvætt ef Burðarási eða einhverju öðru fé- lagi finnst það góður kostur að fjárfesta í Síldar- vinnslunni. Það segir þér ekkert annað en að viðkom- andi hefur trú á Síldarvinnslunni og rekstri hennar." „Hvað hafa þeir aðílar sem hafa byggðakvóta undir hönd- um verið að gera fyrir byggð- irnar? Þetta eru að hluta til sömu aðilarnir og hrópuðu brask, brask, sem nú hafa byggðakvótann undir hönd- um," segir Björgólfur Jóhannsson. Lft ekki á mig sem „sægreifa" Hvað segir Björgólfur Jóhannsson um „stóru málin." Vil/ hann sjá breytingar á kvótakerfinu? „Nei, ég vil í sjálfu sér ekki sjá þær. Arið 1984 var fyrst tekin ákvörðun um að skipta kvótanum upp á þennan hátt og byggja á veiðireynslu. Það er ljóst að ekki var hægt að hafa veiðarnar eins og þær voru. Fiskistofnarnir leyfðu einfaldlega ekki óhefta sókn í þá. Síðan hafa orðið nokkrar breytingar á kerfinu. Sumir telja stóru sprenginguna hafa orðið við til- komu hins svokallaða frjálsa framsals. Þá urðu „sæ- greifarnir" til. Það á hins vegar enn eftir að skilgreina hverjir eru sægreifar. Eg lít ekki á mig sem sægreifa en ég vinn kannski hjá „sægreifum". Væntanlega eru þá menn eins og Kristinn V. Jóhannsson, Guðmund- ur Bjarnason og Hörður í Eimskip „sægreifar". Eg held að það megi líta á málið þannig að sjávar- útvegurinn fái ákveðinn ramma til að vinna eftir. Leikreglurnar sem gilda innan þess ramma verða að vera skýrar og þær verða að vera til lengri tíma. Það hafa auðvitað komið upp ýmis atvik sem hafa truflað þetta, t.d. meiri sókn smærri báta og ákveðin mistök voru gerð á Alþingi 1987 þegar opnað var á fjölgun smábáta. Almennt séð hefur þetta kerfi skilað okkur góðum árangri en vitanlega getur kerfið tekið breyt- ingum en það væri mjög slæmt að fara að breyta til skemmri tíma. Auðvitað geta verið gallar á kerfinu og ég veit ekki um neitt kerfi þar sem frelsi einstak- lingsins er takmarkað, og talið er vera gallalaust." Ekki gáfulegt að breyta í sóknarmark Hvað með byggðakvóta og Vatneyrarmálið? „Hvað gerir byggðakvóti fyrir byggðirnar og hver er reynslan? Hvað hafa þeir aðilar sem hafa byggða- kvóta undir höndum verið að gera fyrir byggðirnar? Þetta eru að hluta til sömu aðilarnir og hrópuðu brask, brask, sem nú hafa byggðakvótann undir höndum. Og aðilar með þennan kvóta hefja að sjálf- sögðu brask með hann. Við getum litið til Seyðis- fjarðar. Þar var skilyrt að það fyrirtæki sem fékk byggðakvótann myndi skipta honum yfir í síld. Braskið var byrjað. Síldarvinnslan er sterk í síld og vill efla sig þar en þarna var komin samkeppni um hráefnið og annar aðilinn var styrktur af hinu opin- bera. Hinn hluti byggðakvóta Seyðisfjarðar fór á bát sem er að hluta til í eigu fyrirtækis sem hefur sterka kvótastöðu í þorski. Hvað þá með Stöðvarfjörð? Þar er ailur byggðakvótinn settur á fyrirtæki sem á yfir 5000 tonn af þorski. Eg veit ekki hverjum er verið að hjálpa. Þetta er kannski bara viðurkenning á því að sjávarútvegurinn getur ekki haldið uppi hinni dreifðu byggð í landinu. Það er bara svo einfalt og alls ekki miðað við úthlutaðan heildarkvóta í dag og þess sem ætlast er til af honum. Ef stjórnmálamenn tækju þá ákvörðun að sjávarútvegurinn ætti að halda uppi hinni dreifðu byggð í landinu þá töpuðu allir. Það verður eitthvað annað að koma til. Sjáum hvað er að gerast með Vatneyrarmálið og hve margfaldir menn eru í roðinu. Þegar kvótabækur eru skoðaðar þá sést að Vatneyrin á jú kvóta en eig- andinn þurfti bara að selja kvótann til að koma skip- inu til veiða. Hann selur sem sagt kvótann og nýtir sér kerfið. Verstu mafíósarnir myndu roðna við slík vinnubrögð. En auðvitað verður þessum Vatneyrar- dómi hnekkt í Hæstarétti því annars er kerfið hrun- ið. Hvernig halda menn að færi, til dæmis hér hjá okkur í Síldarvinnslunni, ef menn yrðu í einhvers konar ólympískum veiðum og mokuðu upp aflanum á fyrstu dögum kvótaársins og síðan yrði allt stopp. Eg get ekki séð hvernig byggð eins og hér í Neskaup- stað ætti að þola það.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.