Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2000, Side 6

Ægir - 01.10.2000, Side 6
LEIÐARI Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands Skýrsla Auðlindanefndar Auðlindanefndin svokallaða sendi nýlega frá sér nefndarálit. Skýrsla nefndarinnar vakti að vonum at- hygli. Nefndarskipanin var þverpólitísk og umfjöllun- arefnið eldfimt og viðkvæmt. I því ljósi hljóta það að teljast nokkur tíðindi að nefndin komst að sameigin- legri niðurstöðu. Ráðamenn og hagsmunaaðilar hafa tjáð sig um efni skýrslunar og niðurstöður. Ekki fer hjá því að skoðanir eru nokkuð skiptar um tillögur nefnd- arinnar. Hitt er þó eftirtektarverðara að flestir telja að skýrslan sé líkleg til þess að vera sáttagrundvöllur í langvarandi deilum um fiskveiðistjórnun og auðlinda- nýtingu. Sé það rétt mat er gagnsemi nefndarstarfsins ómetanleg. Deilur um stjórnun fiskveiða og hugsanlegt auð- lindagjald hafa sett mark sitt á þjóðfélagið um árabil. Margir telja sig sjá þess teikn að ímynd sjávarútvegs- ins hafi hnignað í augum almennings í landinu vegna þessara deilna. Hvort sem það er rétt eða ekki er öllum hugsandi mönnum ljóst að sjávarútvegurinn þarf að búa í góðri sátt við fólkið í landinu. Það er einnig orð- ið almennt viðurkennt að fiskveiðum þarf að stjórna og þá þarf að velja aðferð til þess að stjórna þeim. Það verður alltaf ágreiningur um þá leið sem valin er til þess að stjórna fiskveiðum. Aflamarkskerfi er sú leið sem valin hefur verið hér á landi og við þá leið er efa- lítið mest fylgi. Því má líklegt telja að áfram verði stuðst við aflamark við stjórnun fiskveiða hér við land. Aðlögun aflamarkskerfisins þannig að sem mest eining náist um það hlýtur því að vera nærtækasta verkefnið á þessu sviði. Á vegum sjávarútvegsráðuneytisins er önnur nefnd að störfum, sem væntanlega mun marka spor í þessa umræðu. Endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða undir forystu Friðriks Más Baldvinssonar hefur um rúmlega árs skeið unnið að endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Búast má við að í kjölfar skýrslu Auð- lindanefndar komist skriður á vinnu Endurskoðunar- nefndar og reiknað er með niðurstöðum um áramótin. Enn er auðvitað ekkert hægt að segja um vinnu End- urskoðunarnefndarinnar né hvort nefndinni auðnist að sameinast um nefndarálit. Niðurstöður nefndarinnar verða þó eflaust gagnlegar í þá umræðu, sem vinna beggja þessara nefnda leiðir af sér. Að setja mál í nefnd hljómar ekki sérlega traustvekj- andi í eyrum almennings. Á hitt ber þó að líta að í nefndum er oft unnið mikið verk, sem felst í því að draga upplýsingar saman, greina þær og ræða út frá mismunandi sjónarmiðum. Nefndir af því tagi, sem hér hefur verið minnst á, afla mikilla gagna og leita til sérfræðinga á ýmsum sviðum til frekari upplýsinga og greiningar þeirra. I kjölfarið safnast mikil þekking á einn stað og sú þekking skapar grundvöll að frjósöm- um og gagnlegum umræðum og skoðanaskiptum. Umræður í íslensku samfélagi einkennast gjarnan af upphrópunum og innihaldslausum staðhæfingum Nú verður tækifæri til þess að ræða helstu deilumál um sjávarútveginn út frá rökum sem byggja á skjalfestum staðreyndum. Það tækifæri á að nýta til þess að skipa málum á þann veg að friður og sátt ríki um atvinnu- greinina í þeim mæli sem slíks má vænta. 6

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.