Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2000, Síða 12

Ægir - 01.10.2000, Síða 12
FISKVINNSLA Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva: Þorskurinn einn skapar meiri gjaldeyri en stóriðjan - sagði Arnar Sigurmundsson, formaður, í yfirlitsræðu „Miklar breytingar hafa orðið á hráefnisverði til fisk- vinnslunnar á milli fiskveiðiáranna 1997/'98 og áætlaðs meðalverðs 1998/'99. Á þetta við hráefnisverð á flestum algengum fisktegundum, að undanskyldri loðnu." „Ef tekið er samanvegið áætlað meðalverð í beinum viðskiptum og á fiskmörkuðum innanlands á nokkrum helstu fisktegund- um til loka fiskveiðársins 31. ágúst sl., borið saman við meðalverð árið áður, koma þessar hækkanir berlega í ljós. Hrá- efnisverð á þorski hefur hækkað um tæp 18%, ýsan hefur hækkað um tæp 23%, ufsinn hefúr hækkað um rúm 7%, karf- inn hefur hækkað um 6% og rækjan hækkað um tæp 13%. Hráefnisverð á síld hækkaði um tæp 7%, en loðnan hefur lækkað um liðlega 34% frá meðalverði fiskveiðiársins 1997/’98. Sveiflur hafa verið mjög miklar á hráefnisverði á loðnu undanfarin ár og má nefna að loðnuverð- ið hækkaði um liðlega 30% árið áður. Verðbreytingar á hráefni ráðast jafnan að mestu af þróun afurðaverðs, en takmark- að framboð og slagur um hráefnið, endur- spegla ekki alltaf breytingar á afurðaverði og kemur það berlega í ljós að þessi sinni,“ sagði Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva á aðal- fundi samtakanna í fyrra mánuði. Arnar kom víða við í máli sínu og upplýsti stjórnendur fiskvinnslufyrirtækjanna í máli og myndum um heildarstöðu grein- arinnar um þessar mundir. „Það hafa skipst á skyn og skúrir í rekstri fiskvinnslunnar á síðustu árum,“ sagði Arnar í máli sínu. „Vaxandi þorskafli, ásamt háu afurðaverði, hefur hjálpað mikið í frystingu og söltun. En það eru víða blikur á lofti. Aflasamdrátt- ur í rækjuveiðum setur afkomu rækju- vinnslunnar í mikinn vanda. Eftir nokk- urra ára góðæri og mikla uppbyggingu í mjöl- og lýsisvinnslu hefur slegið í bak- seglið vegna verðþróunar á heimsmark- aði. Veiðar í Smugunni eru ekki lengur sú búbót sem þær voru áður og mikil hækkun á innfluttum Rússaþorski að undanförnu hefur kippt fótunum undan rekstri nokkurra fiskvinnslufyrirtækja. Nýr samningur við Norðmenn og Rússa um veiðar Islendinga í Barentshafi bind- ur enda á erfitt deilumál þessara þjóða. A innlendum vettvangi er ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Greinileg þensla er í nokkrum atvinnugreinum, einkum á höf- uðborgarsvæðinu og mikill innflutningur orsakar mikinn viðskiptahalla. Nú stefn- ir í 4-5% verðbólgu á þessu ári, sem er rúmlega tvöfalt meira en í okkar helstu viðskiptalöndum. Aukin þensla í þjóðfé- laginu, með tilheyrandi kostnaðarhækk- unum, hefur neikvæð áhrif á samkeppnis- stöðu útflutningsgreina og þann stöðug- leika sem treyst hefur afkomu atvinnu- rekstrar og verið grundvöllur bættra lífs- kjara hér á landi á síðustu árum. Þrátt fyrir þessar blikur á lofti og misjafna af- koma fyrirtækja þá er ekki að finna upp- gjafarhljóð í sjávarútvegi." Breytingar í veiðum og ráð- stöfun botnfiskafla Arnar benti á í máli sínu að miklar breyt- ingar hafi orðið á ráðstöfun botnfiskaflans á þessum áratug. Vinnsluskipum fjölgaði og á sama tfma dró mjög úr hlutdeild gámafisks og siglingum fiskiskipa. „Veiðar utan fiskveiðilögsögunnar jukust stórlega og innflutningur á Rússaþorski Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. skipti orðið umtalsverðu máli í rekstri nokkurra fyrirtækja. En hlutirnir breyt- ast hratt í sjávarútvegi. Mikill samdrátt- ur varð í þorskveiðum utan lögsögunnar og framboð á Rússafiski hefur minnkað og verð á hráefninu hækkað mjög mikið En þessar tölur segja ekki alla söguna. Þannig hefur það gerst á síðustu þremur árum að þorskaflinn hefur aukist en veið- ar á öðrum botnfisktegundum hafa sveifl- ast nokkuð á milli ára. Þannig hefur heildarbotnfiskaflinn breyst lítið þrátt fyrir aukinn þorskafla á síðustu árum. Ráðstöfun botnfiskafla til vinnslu inn- anlands var um 68% fyrir áratug, en þá hafði útflutningur gámafisks náð há- marki. Á síðustu árum hefur hlutfall botnfiskafla til vinnslu innanlands verið nálægt 60%. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er áætlað að um 65% af botnfiskaflanum hafi farið til vinnslu hér á landi. Þessu til viðbótar kemur innflutt hráefni, aðallega þorskur, sem nú er aðeins áætlað 2% á þessu ári.“

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.