Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2000, Síða 17

Ægir - 01.10.2000, Síða 17
HEIMSÓKN Á VOPNAFJÖRÐ Fjölveiöiskipið Sunnuberg, sem Tangi hf. gerir út. Það sem eftirrektarvert er við landvinnsluna hjá fyrirtækinu er að fyrir rösku ári var gerð breyt- ing á vinnutilhöguninni í frysti- húsinu sem þýðir að þorri fisk- vinnslufólksins hefur lokið sinni dagvinnu kl. 13 á daginn en vinnudagurinn hefst kl. 7. Friðrik Mar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, segir hafa verið nauðsynlegt að ná aukinni hag- ræðingu í vinnsluna og vinnu- tímabreyting hafi verið einn besti kosturinn í stöðunni. „Breytingin mætti vissulega andstöðu en í dag held ég að enginn vilji skipta til fyrra horfs," segir Friðrik. Samdráttur á lýsis- og mjöl- mörkuðum hefur gert þeim fyrir- tækjum erfitt fyrir sem byggja sína afkomu að verulegu leyti á uppsjávarveiðum og -vinnslu. Þegar svo við bættist þrenging á mörkuðum fyrir frysta loðnu, sér í lagi í Rússlandi, var girt fyrir einn af möguleikum þessara fyrirtækja til að bæta sér upp sveifluna í mjöli og lýsi. „Sú óvenjulega staða hefur nú verið um nokkurn tíma á mörk- uðunum að verð hefur verið lágt á sama tíma á mjöli og lýsi. Mjölið hefur reyndar örlítið rétt úr kútn- um en lýsisverðið hefur aðeins einu sinni verið jafn lágt og það er nú og þarf að hækka um 60% til að ná meðalverði ef litið er yfir 10 ára tímabil á lýsismörkuðunum. Þetta ástand kemur að sjálfsögðu við rekstur hjá fyrirtækjum eins og okkar sem eiga mikið undir þessum mörkuðum og gerir að verkum að verð fyrir afurðirnar eru núna aðeins um 60% af því sem gerist í venjulegu ári.“ - Eru einhverjir spádómar uppi um á hve löngum tíma þessir markaðir rétta við? „Nei, það getur enginn spáð fyrir um það. Að vísu er talið að fýrir 2010 verði orðinn svo mikill vöxtur í laxeldi að nota þurfi allt það lýsi sem framleitt er í heimin- um í dag. En hvenær vaxandi eft- irspurn mun skila betra lýsisverði, treysti ég mér ekki til að segja," segir Friðrik. Loðnan er ekki fæða hins fátæka Rússa Hátt olíuverð um þessar mundir leggst ofan á margt annað í erfiðu markaðsumhverfi þeirra sjávarút- vegsfyrirtækja sem byggja af- komu á sölu uppsjávarfiskafurða. Á árunum 1996-1998 fjárfestu mörg uppsjávarfyrirtækin ís- lensku í tækjabúnaði til frysting- ar á loðnu og öðrum uppsjávar- fiski og meðal þeirra var Tangi hf. Fyrirtækin voru með þessu að treysta sína stöðu gagnvart mörk- uðum fyrir frysta loðnu í Japan og Rússlandi en greitt var mjög hátt verð fyrir afurðina í Japan en segja má að það hafi fremur verið stærð markaðarins í Rússlandi sem horft var til fremur en hátt verð. „Við frystum hér x nýja upp- sjávarfrystihúsinu um 10 þúsund tonn árið 1997 og 5400 tonn árið 1998, eða þar til rúblan féll þrefalt gagnvart bandaríkjadollar. Afleiðing af þessu verðfalli rúblunnar var einfaldlega mun lakari afkoma af frystingu fyrir Rússland og það má segja að það Rússneskt flutninga- skip fer frá Vopna- firði með um 800 tonn af afurðum frá Tanga hf. Bolfiskvinnsla Tanga hf. byggist upp á Rússafiski, sem þýddur er upp og unninn i öskjur á hefðbundinn hátt. 17

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.