Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2000, Síða 18

Ægir - 01.10.2000, Síða 18
HEIMSOKN A VOPNAFJORÐ Úr vinnslusal frystihúss Tanga hf. Athyglisverð breyting hefur verið gerð á vinnufyrirkomulagi í húsinu. Tangi hf. fjárfesti á sínum tima í búnaði og húsnæði til að geta þjónað betur mörkuðum fyrir frysta ioðnu i Rússlandi og Japan en markaðsað- stæður hafa gert að verkum að nýting á búnaðinum hefur verið minni á undan- förnum tveimur árum en ætlunin var. Hagstæðara gengi rússnesku rúblunnar getur þó opnað gáttir á markaðnum á nýjan leik strax í haust, gangi vonir um góða loðnuveiði eftir. sé fyrst núna sem við getum horft með aukinni bjartsýni á loðnu- frystingu fyrir þennan markað, svo fremi að við fáum góða haust- vertíð,“ segir Friðrik, sem var fyr- ir skömmu á ferð um Rússland og Litháen og heimsótti þá kaupend- ur framleiðslunnar frá Tanga. Hann segist þar hafa séð hvernig loðnan er framhaldsunnin ytra en þar er hún reykt og pakkað í neyt- endapakkningar. Kaupendurnir eru miðstéttarfólk sem hefur meiri fjármuni milli handanna en allur almenningur og Friðrik leggur áherslu á að það hafi ekki verið markaðurinn sem brast á síðustu tveimur árum heldur eigi bakslagið rætur sínar að rekja til óhagstæðrar gengisþróunar. Framtíðin að vinna upp- sjávarfisk til manneldis „Þrátt fyrir allt er framtíðin sú að vinna uppsjávarfisk til manneldis í stað þess að vinna hráefnið í mjöl og lýsi. Ef við höfum loðnuveiði á annað borð þá getum við fryst fyr- ir Rússland frá október og fram í mars. Það segir okkur að mögu- leikarnir eru þó nokkrir ef ástand- ið er með eðlilegum hætti í Rúss- landi og rétt að undirstrika að við getum verið einir á þeim markaði frá hausti og fram í byrjun febrú- ar. Skýring á því er sú að við höf- um þetta forskot á markaðnum er sú að loðnuveiði er á þessum tíma ekki komin af stað hjá öðrum þekktum uppsjávarfiskveiðiþjóð- um,“ segir Friðrik og eðiilegt er að velta upp þeirri spurningu hvort einhver möguleiki sé á að framhaldsvinna loðnuna hér heima og pakka í neytendapakkn- ingar, í stað þess að leggja áherslu á magnfrystingu. „Nei, það tel ég ekki. Fram- haldsvinnslan í Rússlandi byggir á mun ódýrara vinnuafli en við eigum kost á hér a landi og varan yrði þar af leiðandi mun dýrari á neytendamarkaðnum en hún er í Veisluborð í Rússlandi. Neðst á mynd- inni má sjá íslenska loðnu. dag. Ég tel því að við eigum að halda okkur sem mest við að frysta loðnuna hér heima og byggja á magnframleiðslunni, enda er markaðurinn mjög stór ef allt er með felldu. Og miðað við það verð sem okkur býðst núna í Rússlandi þá er engin spurning að við fáum mun meiri tekjur af frystingu fyrir þann markað frem- ur en að setja loðnuna í bræðslu," segir Friðrik og bætið við að verð- in séu þrefallt hærri á hráefniskíló en í mjöl og lýsisvinnslu. Ekkert aðkomið vinnuafl Um 50 manns starfa í frystihúsi Tanga hf. og eftirtektarvert er að vinnslan er að fullu mönnuð heimafólki. Farandverkafólk er ekki þekktur þjóðflokkur á Vopna- firði! „Skýringin er sú að við höfum hér hlutfallslega stórt svæði í kring og margt fólk úr sveitunum vinnur hjá okkur. Farandverka- menn hafa ekki verið hér hjá Tanga síðan 1987,“ segir Friðrik og leggur áherslu á að það sé fyr- irtækinu dýrmætt að búa við jafn stöðugt vinnuafl og raun ber vitni. Ekki hvað síst þegar vinnsl- an er þannig upp byggð að skipt er yfir í uppsjávarfrystingu þegar á þarf að halda en á öðrum tímum ársins er unninn Rússafiskur. „Við lokum bolfiskvinnslunni þegar álagið er mest í loðnufryst- ingunni en samþætting þessara vinnsluþátta gengur vel. Við nýt- um okkur stóru frystiklefana sem við þurftum að byggja vegna loðnufrystingarinnar til að kaupa mikið af hráefni í einu frá Rúss- landi og þannig reynum við að fá

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.