Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2000, Page 21

Ægir - 01.10.2000, Page 21
LÍNUVEIÐAR hægt vegna lítils straumhraða. Til dæmis tekur það lykt af beitunni 292 mínútur eða tæpar 5 klukku- stundir að berast til fisks sem er í 700 metra fjarlægð ef straumhraði er 4 metrar á sekúndu. Bitið á öngulinn Viðbrögð fiska þegar þeir finna beituna eru ólík eftir tegundum. Athuganir sem gerðar voru í Norðursjónum sýndu að 20 sinn- um fleiri ýsur en þorskar aðeins nörtuðu í beituna. Þorskurinn var ágengari, beit oftar á og festist frekar á önglinum en ýsan. Ysan, sem er bæði minni og hlutfallslega kjaftminni en þorsk- urinn, lætur sér oft nægja að narta í beituna án þess að bíta á öngul- inn. Báðar tegundirnar tóku mikil og snögg viðbrögð með beituna í kjaftinum, þorskurinn þó enn sneggri en ýsan. Gerð öngla Hönnun öngla ræður mestu um veiðni langlína. Fram á miðjan nx- unda áratuginn var hinn hefð- bundni J laga öngull nánast ein- göngu notaður til að veiða botn- fisk á línu í Norður-Atlantshafi. Síðustu tvo áratugina eða svo hafa nýjar gerðir öngla verið þróaðar og gerðar tilraunir með þær, sem leiddu í ljós yfirburði nýju gerð- anna þeirra í samanburði við hefð- bundnu gerðina. Veiðni langlína má bæta mikið með því að nota þessar nýju gerðir öngla. Mesta veiðniaukningu hefur hringöngull sýnt við lúðuveiðar, meira en tvöföldun afla miðað við hefðbundna J öngulinn. EZ öng- ullinn er að lögun mitt á milli J öngulsins og hringöngulsins, sér- staklega gerður fyrir Mustad Autoline kerfið. Hann hefur gefið 50% aukningu ýsuafla og 20% aukningu þorskafla. Yfirburðir nýju önglanna liggja í því að oddurinn er beygður inn að leggnum eða í áttina að aug- anu. Veiðni öngla ræðst af því hversu vel þeir festast f fiskinum og möguleikum hans að hrista þá úr sér. Þegar fiskur bítur á öngul með þessu lagi og kippir í línuna kemur átakið á odd öngulsins sem er í beinni línu við átakspunkt- inn, augað á önglinum. Þess vegna eru minni líkur á að hann losni úr fiskinum. Önglar af nýrri gerðinni festast líka betur í fiskinum vegna þess að bilið milli bogna oddsins og leggsins á önglinum er minna en á gömlu J gerðinni. Nýju önglarnir eru veiðnari en gamla J gerðin á tegundir eins og ýsu og lúðu þar sem öngullinn krækist helst í kjálka. Til dæmis eru líkurnar á því að ýsa festist á öngli með beitu ekki mjög mikl- ar miðað við þorsk, sem er miklu ágengari og áræðnari við beituna og kokgleypir oft. Stærð öngulsins hefur einnig áhrif á veiðni. Litlir önglar eru veiðnari en stórir. Líklegasta ástæðan er sú að að þeir eru grennri en stórir önglar og þess vegna þarf minni kraft til þess að oddurinn stingist gegnum vefinn í kjafti fisksins. Lokkun beitu Veiðni langlínunnar byggist á lykt og bragði beitunnar, sem fær fiskinn til að leita að önglinum og bíta á. Lítum nánar á nokkur at- riði. I fyrsta lagi eru það lyktar- og bragðefnin sem beitan gefur frá sér sem ráða hve lokkandi hún virkar á fiskinn sem veiða skal. I öðru lagi ákvarðar magn lykt- ar- og bragðefna, sem berst frá beitunni, stærð þess svæðis sem þau berast um. Því meiri sem þéttni efnanna er þeim mun stærra verður svæðið þar sem fisk- urinn nemur þau. I þriðja lagi hefur lögun, stærð og bragð beitunnar áhrif á hvort fiskurinn bftur á eftir að hafa fundið hana. I fjórða lagi ræðst veiðni beitu af því hversu vel hún tollir á öngl- inum. Veiðni línu skerðist því meira sem beitan losnar af fleiri önglum. Hver fiskitegund hefur sinn eigin smekk fyrir beitu og sömu- leiðis ræðst smekkurinn að miklu leyti af stærð fisksins. Gerð beit- unnar er því talin sá þáttur sem mestu ræður þegar veiða skal ein- hverja sérstaka fiskitegund en stærð beitunnar þegar helst á að veiða sérstaka stærð innan teg- undarinnar. Engin sérstök tengsl hafa fund- ist milli vænlegrar beitu og helstu náttúrlegrar fæðu fisksins. Til dæmis er þorskur í Barentshafi mest veiddur á makríl og smokk- fisk, sem eru óalgengar tegundir á Samanburður átakslínu á hefðbundnum J laga öngli og EZ öngli. Oddur J laga öngulsins myndar horn við átakslínuna þar sem aft- ur á móti oddur EZ öngulsins er beint í átakslinu. Greiniiegt er þess vegna að oddur EZ öngulsins stingst frekar i gegnum vefinn i kjafti fisksins en J laga önguitinn. svæðinu. Þar er aðalfæða þorskins loðna og rækja, en þær tegundir eru sárasjaldan notaðar sem beita fyrir þorsk í Barentshafi. Astæðan kann að vera sú að þorskurinn skynjar náttúrlega bráð sína að mestu leyti sjónrænt og hreyfing bráðarinnar gæti hvatt hann til að ráðast á hana. Staðbundna beitu á öngli skynjar hann aftur á móti af bragði henn- ar og lykt. Ástæða þess að hægt er að nokkru leyti að ráða því með stærð beitu hvaða stærð af fiski veiðist á hana er sú að smærri fisk- ur velur frekar bráð undir vissri stærð, bæði vegna kjaftstærðar sinnar og möguleikanum að ná bráðinni og halda henni. Færri þorskar undir 60 sm á lengd taka stóra beitu en smáa, en hins vegar tekur sami fjöldi þorska yfir 60 sm á lengd stóra og smáa beitu. Á smáa makrílbeitu (10 g) veið- ast ríflega tvöfalt fleiri ýsur en á stóra (30 g). Dæmigert er fyrir ýs- una að narta aðeins lítillega í beit- una þannig að mestur hluti stórr- ar beitu og öngullinn er utan- kjafts. Efni í línu Það gæti haft áhrif á veiðni línu

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.