Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 27

Ægir - 01.10.2000, Blaðsíða 27
FRÉTTAVIÐTAL „Já, en útfærsla er eftir og hún mun fara fram í end- urskoðunarnefndinni sem ég skipaði skömmu eftir kosningar," segir sjávarútvegsráðherra. Hann var einnig spurður um hvort ekki þyrfti með miklu skýr- ari hætti en gert er í tillögunum að taka á reglum um framsal veiðiheimilda. Svaraði ráðherra því til að það væri frekar hlutverk endurskoðunarnefndarinnar að útfæra margt af því sem fjallað er um í skýrslu auð- lindanefndar og kvaðst hann búast við að nefndin fjallaði meðal annars um framsal veiðiheimilda, auk margs annars. „Þær ásakanir sem komið hafa fram um að á bak við tjöldin hafi verið samið við LIU um veiðileyfagjald eiga sér ekki stoð. Yfirleitt eru samsæriskenningar fleiri en samsærin og ég er ekki frá því að þau sann- indi eigi við í þessu tilfelli." Kvótaþak setur hagræðingu skorður A fundi í Háskólanum á Bifröst í Borgarfirði á dög- unum opnaði utanríkisráðherra á umræðu um fjár- festingar erlendra aðila í greininni, Auðlindanefnd kynnti sína skýrslu næsta dag og fáum dögum síðar tjáði sjávarútvegsráðherra sig sjálfur um að ástæða væri til að endurskoða þak á kvótaeign fýrirtækja. Ráðherra var spurður hvort það væri tilviljun að þetta kæmi allt fram á sama tfma eða hvort nauðsynlegt væri að breyta þessu öllu í einu; það er reglum um eignaraðild, taka upp auðlindagjald og breyta reglum um kvótaþak? „Þetta er tilviljun. Eg hef rætt það í tengslum við útrásina svokölluðu hvort breytingar í þessa veru auð- veldi hana. Nú er það svo að erlendir aðilar geta átt allt að 49,9% í íslensku fyrirtæki, með óbeinni eign- araðild. í umræðunni hefur komið fram að þeir möguleikar sem opnir eru hér á landi hafa ekki verið nýttir og jafnvel lítið verið reynt að nýta þá. Þá vit- um við að sama gildir í ríkjum sem eiga mikið und- ir sjávarútvegi og um aðra mikilvæga þætti atvinnu- lífisins í fleiri löndum. Þannig eru takmarkanir á eig- inarhaldi í sjávarútvegi á Nýja Sjálandi, í Chile og Mexíkó svo dæmi séu nefnd. Frakkar vernda sína vín- rækt og Bandaríkjamenn fjölmiðlana með samsvar- andi hætti. Almennt sé ég ekki ástæðu til að breyta reglum um fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi nú vegna útrásarinnar. Eftir umræður og skoðun síð- ustu vikna sýnist mér ástæða til að það reyni betur á hvort þeir möguleikar sem fyrir hendi eru geti ekki nýst þeim sem hafa raunverulegan áhuga á að taka þátt í fjárfestingum íslenskra fyrirtækja erlendis." En er ekki með þvx að breyta reglum um kvótaþak verið að þjóna kröfum hlutabréfamarkarðarins sem ekki telur sig sjá núna frekari hagræðingarmöguleika í sjávarútvegi. „Afkoma í sjávarútvegi hefur ekki staðið undir væntingum eins og sex mánaða uppgjör sjávarútvegsfyrirtækja sýna. Hlutabréfamarkaðurinn endurspeglar það,“ segir ráðherra. „Ef það er svo að hlutabréfamarkaðurinn sjái ekki frekari hagræðingar- möguleika í greininni núna þykir mér hann þurfa að skoða málin betur því heimildir eru fjarri því að vera fullnýttar. Hins vegar er ljóst að kvótaþakið setur hagræðingu skorður en ég hef bent á það að löggjaf- inn gerði sér fulla grein fyrir því þegar lögin voru sett á sínum tíma.“ Endurskoðunarnefnd á næsta leik „Hvað varðar sjávarútvegsmálin þá á endurskoðunar- nefndin næsta leik og ég á von á tillögum frá henni í kringum áramót,“ sagði Arni að síðustu við þeirri spurningu Ægis um hvernig tekið verði á og unnið úr tillögum Auðlindanefndar - það er hvorr úr þeim verði smíðuð lagafrumvörp sem tekin yrðu til af- greiðslu á haustþingi eða hvort tillögurnar verði að- eins fóður fyrir menn til að rífast um á næstu mánuð- um. „Þær ásakanir sem komið hafa fram um að á bak við tjöldin hafi verið samið við LÍU um veiðileyfa- gjald eiga sér ekki stoð. Yfirleitt eru samsæriskenningar fleiri en samsærin og ég er ekki frá þvi að þau sannindi eigi við í þessu tilfelli," segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.