Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2000, Síða 30

Ægir - 01.10.2000, Síða 30
FJARSKIPTI & SJÁVARÚTVEGUR skeið hjá okkur með Standard-C fjar- skiptakerfmu en tölvupóstnotkun með EMSAT býður upp á meiri möguleika, t.d. að senda íylgiskjöl og sama er að segja um svokallað Inmarsat mini-M, sem við höfum einnig að bjóða. Fyrir þá sem leggja vilja meiri fjármuni í fjarskiptamöguleikana er í boði svokall- að Inmarsat-B, sem er allt frá 9,6 kbps til 64 kbps gagnaflutningur en þá erum við líka að tala um mun dýrari vélbúnað fyrir hvert skip og mun meiri kostnað á mín- útu í notkun en ef um EMSAT er að ræða. Búnaður fyrir fjarskipti um EMSAT kostar aðeins um 300 þúsund krónur þannig að ólíku er saman að jafna. Sú lausn býður bæði talsamband, gagna- flutning, faxsendingar og SMS-smáskila- boðasendingar og að mínu mati getur þessi lausn uppfyllt þarfir hjá stórum hluta flotans," segir Jóhann en athygli- vert er að EMSAT búnaðurinn hefur einnig þann möguleika að senda á sjálf- virkan hátt inn staðsetningarskilaboð til tilkynningarskyldunnar á hagkvæmari hátt en áður hefur þekkst. Lausnir í samstarfi við islenska hugbúnaðarfram- leiðendur „Við getum sagt á einfaldan hátt að til fjarskipta skipa er í dag að finna allt frá talstöðvum upp í gervihnattalausnir með allt að 2000 kbps flutningsgetu. I stærstu kerfunum bjóðum við svokallaða VSAT lausn og erum þá komin út í svo öfluga tengingu að hægt er að flytja lifandi myndir á milli lands og skipa. Slíkar lausnir þurfa væntanlega ekki margir á að halda en þær eru engu að síður til, ef á þarf að halda. Til að nýta alla þessa fjarskiptamögu- leika eru síðan að þróast áhugaverðir þjónustumöguleikar við skipin og þar hafa íslensk fyrirtæki ekki látið sitt eftir liggja. Við erum til að mynda að selja hugbúnað frá íslenska fyrirtækinu Net- verki sem hannað hefur hugbúnað til að þjappa skjölum fyrir sendingar í gegnum gervihnattabúnað, ásamt því að geta valið hagkvæmustu flutningsleið hverju sinni. Einnig munum við hjá Radíómiðun koma fram á næstu mánuðum með splunkunýtt kerfi í samstarfi við Snerpu á Isafirði þar sem heilu áhafnirnar geta haldið utan um póstsamskipti, t.d. í tölvu í matsal, og fær þá hver og einn skipverji sitt netfang. Við gerum okkur grein fyrir að sjómenn sjá möguleikana í tölvupósti í samskiptum við sínar fjöl- skyldur og viljum því vera áfram 'í farar- broddi í þjónustu við þá hvað þetta varð- ar,“ segir Jóhann. Þjónustubankinn i sókn Enn eitt dæmið um þá möguleika sem gagnaflutningar hafa opnað er Þjónustu- banki Radíómiðunar, sem rekinn hefur verið um skeið. Notendur bankans geta sótt sér á hverjum degi fjölbreyttar upp- lýsingar í gagnabanka Radfómiðunar, t.d. veðurspár, fréttir, upplýsingar um sjólag, úrslit íþróttakappleikja, efni úr fjölmiðlum og þannig má áfram telja. Þetta er sértæk upplýsingaveita sem tekur mið af þeim fjarskiptabúnaði sem nú er til staðar til gagnaflutnings, eins og t.d. NMT, mini-M og EMSAT. „Áskrif- endum að Þjónustubankanum er stöðugt að fjölga og við getum af því merkt að sjómenn kunna vel að nýta sér þá fram- þróun sem sífellt er að verða í tölvusam- skiptum. Hún er ekki síður mikilvæg á sjó en í landi,“ segir Jóhann Bjarnason, framkvæmdastjóri Radíómiðunar ehf. Langbylgjuþjónusta Ríkisútvarpsins: Aukin þjónusta þakklát meðal sjómanna „Á undanförnum árum höfum við endurbætt langbylgjusenda Ríkisútvarpsins og nú eiga sjófarendur hér vió landió aó geta náó Lang- bylgjuútsendingu meó dagskrá sem er blanda af efni Rásar 1 og Rásar 2," segir Eyjólfur Valdimarsson hjá Rikisútvarpinu, en útvarps- þjónusta er mikilvægur afþreyingar- og öryggisþáttur sjó- manna. Eyjólfur segir að langbylgjusendarnir eigi að þjónusta öll helstu mió í kringum Landið, sem og sjáLfsögóu Landió sjálft. „Inn á LangbyLgjuna stýrum vió efni af Rás 1 og Rás 2 og það er i sjálfu sér dagskrár- ákvöróun hvaða dagskrárLiði er boóið upp á. Fyrr á árum var aðeins i boói á Lang- bylgjunni dagskrá Rásar 1 en vió finnum fyrir því að sjómenn eru þakkLátir fyri meiri fjöLbreytni í dagskrárvalinu. Ég held að þaó eigi ekki hvað síst vió um yngri kynslóðina á sjónum og þá eru íþrótta- Lýsingar ekki hvað síst vinsæLar," segir Eyjólfur VaLdimarsson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.