Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2000, Síða 35

Ægir - 01.10.2000, Síða 35
IPTI & SJÁVARÚTVEGUR Inmarsat Birgir Aðalsteinsson, tæknimaóur hjá Hattækni. ar fjarskiptalausnir sem byggjast á kerf- inu. „Inmarsat má skipta í þrennt, þ.e. In- marsat A, Inmarsat C og Inmarsat mini- M. Inmarsat A notar stóran og nokkuð dýran búnað og um hann má senda telex, gögn og símtöl. Inmarsat C má nota til sendinga á telex. Gervihnettir sem kerf- ið notar eru yfir Kyrrahafi, Atlantshafi (2) og Indlandshafi og ná þeir milli 70 gr. N °g 70 gr.S. Mini M er ódýrari kostur en Inmarsat A og þar eru tækin minni. Um mini M má senda telex, samtöl og gögn. Helsti ókostur er að það eru dauðir blett- ir I útbreiðslu á miðjum úthöfunum," segir Birgir og leggur áherslu á að sú breyting hafi helst orðið varðandi gervi- hnattafjarskipti á síðustu misserum að kostnaður sé á niðurleið og af því leiði hraðari þróun en ella. Gervihnattasímar eruframtíðin „Við hjá Haftækni höfum sérstaklega lagt áherslu á að bjóða útgerðum lausnir sem byggjast á Inmarsat mini-M. Þar er um að ræða gervihnattasíma og amerísk loftnet af gerðinni KVH og eru þau mjög fyrirferðarlítil og ódýr, sérstaklega ef haft er í huga hvaða möguleika þau bjóða. Með þessum búnaði geta skip nýtt sér alla möguleika til nútímafjarskipta, hvort heldur um er að ræða samtöl eða sendingu og móttöku tölvugagna," segir Birgir. Fjarskiptin verða sífellt einfaldarí - segir Birgir Aðalsteinsson, tæknimaður hjá Haftækni „Það hefur að undanförnu verið mikið um verkefni í skipum sem tengjast GMDSS fjarskipta- og öryggisbúnaðin- um, enda eru Islendingar aðilar að alþjóð- legri samvinnu um þetta kerfi og eru skuldbundnir til að koma kerfinu á í flot- anum. GMDSS búnaður á að vera kominn í öll stærri skip en nokkrir eru enn eftir og því talsvert um uppsetningar á búnað- inum,“ segir Birgir Aðalsteinsson, tækni- maður hjá Haftækni hf. á Akureyri. Birgir segir engan vafa leika á að GMDSS kerfið sé mikilsvert öryggiskerfi um borð í skipunum, jafnframt því að þjóna fjarskiptahlutverkinu. Með kerfinu sé á sjálfvirkan hátt eftirlit með skipum á hafi úti og sendi skip út neyðarkall á kerf- inu þá sé tryggt að skilaboð berist bæði nærliggjandi skipum, strandstöðvum og tilkynningarskyldu í landi í gegnum gervihnetti. Inmarsat-kerfið með langa reynslu Gervihnettir eru einmitt lykilorð í fjar- skiptum í dag og sá hlekkur sem flestar nýjar lausnir í fjarskiptum skipa byggjast á. Ekki svo að skilja að gervihnettir hafi ekki verið til um árabil - þvert á móti. Um langa tíð hafa verið þekkt gervi- hnattakerf i og þekktast er líkast svokall- að Inmarsat-kerfi. Á síðari árum hafa fleiri komið til sögunnar, svo sem Globalstar og Iridium-kerfið, en hið síð- arnefnda er um það bil að leggjast af. Birgir þekkir vel til Inmarsat-kerfisins, enda hefur Haftækni um árabil selt ýms- Að sögn Birgis er Inmarsat mini-M í öllum tilvikum nægjanlegt á Islandsmið- um. Birgir segir ljóst að gervihnattasím- ar séu sú grunntækni í fjarskiptum sem taki við af NMT-farsímakerfinu, sem vel er þekkt í flotanum og byggist á lands- stöðvum. „Það er auðvitað langt í að menn mali tímunum saman í gervihnattasímum því notkun þeirra er dýr. Hins vegar opnast með gervihnöttunum auknir möguleikar á notkun tölvupósts og það er líka svo að þær fjarskiptastöðvar sem sjá um að taka við sendingum um gervihnött eru sífellt að bjóða meiri afslætti og keppa harðar sín á milli. Slíkt kemur notendum að sjálfsögðu til góða,“ segir Birgir Aðal- steinsson hjá Haftækni hf.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.