Ægir - 01.10.2000, Page 36
EVRÓPUSAMBANDIÐ & SJÁVARÚTVEGURINN
Fyrri grein
Úlfar Hauksson
skrifar. Hann
er stjórnmála-
fræðingur og
hefur nýlokið
við M.A-ritgerð
frá Katholieke
Universiteit
Leuven í Belgíu
sem fjallar um
sjávarútvegs-
stefnu ESB og
hugsanlega
stöðu íslands.
Fiskibátur i bænum
Oostande i Belgiu.
Evrópusambandsaðild
- gæfuspor fyrir
sjá va r útvegsstó r-
veldið ísland
Fullyrða má að íslendingar hafi stigið gæfuspor með aðildinni að EFTA
árið 1970 og EES árið 1994. Þessi tvö mikilvægu skref hafa leitt til auk-
ins frjálsræðis og nútímalegri stjórnarhátta í íslensku samfélagi og eru
mjög fáir annarrar skoðunar.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir er
ljóst að hér voru einungis stigin
mikilvæg skref í „áfanga á Evr-
ópuför". Nú eru liðin tæplega sjö
ár frá því að EES-samningurinn
gekk í gildi og á þeim tíma hafa
þrjú ríki; Austurríki, Finnland og
Svíþjóð, yfirgefið EFTA/EES
stoðina og gengið að fullu til liðs
við Evrópusambandið. EFTA/EES
stoðin er því mun veikari en hún
var í upphafi. Jens Stoltenberg,
forsætisráðherra Noregs, hefur
gefið skýrt til kynna að norsk
stjórnvöld stefna á fulla aðild árið
2005. Gangi það eftir mun
EFTA/EES stoðin bíða frekari
hnekki með einungis Island og
Liechtenstein innanborðs.
Þegar hugsanlega aðild Islands
að Evrópusambandinu ber á góma
heyrast ávallt úrtöluraddir sem
telja slíkt ekki koma til greina.
Urtölumenn telja sig vera að verja
fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar
sem og framtíðarhagsmuni ís-
lensks sjávarútvegs. Slíkar úr-
töluraddir voru einnig háværar
þegar umræðan um aðild Islands
að EFTA og EES stóð sem hæst.
Til heilla fyrir íslendinga urðu
raddir framfarasinna ofan á. Is-
lendingar brutu niður múra kyrr-
stöðusamfélagsins, tóku skref
fram á við og ákváðu að vinna að
hagsmunum sínum innan vé-
banda EFTA og EES. Úrtölu-
menn sögðu að Islendingar yrðu
ekki lengur sjálfstæð og fullvalda
þjóð og að íslenskur sjávarútvegur
byði hnekki af þátttökunni í
þessu samstarfi. Sagan hefúr því
farið óblíðum höndum um
hræðsluáróður þeirra.