Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2000, Side 38

Ægir - 01.10.2000, Side 38
EVRÓPUSAMBANDIÐ & SJÁVARÚTVEGURINN Þessi belgíski bátur var á sínum tima á veiðum við ísland og er nú safngripur i Oostande. af bolfiski hér við land, sem kom til út af því að þeir voru okkur hliðhollir í 200 mílna þorska- stríðinu. Ef Islendingar gerðust fullir aðilar að ESB yrði gengið út frá þessari veiðireynslu við úthlut- un veiðiheimilda og ljóst að sókn útlendinga á Islandsmið myndi lítið sem ekkert breytast. Nánast allur sá afli sem heimilt yrði að taka úr sjó við strendur íslands, félli íslendingum í skaut. I áður- nefndri skýrslu utanríkisráðherra segir: „Aftur á móti myndi Island þurfa að tryggja sér sinn hlut í flökkustofnum, þ.e. loðnu, norsk- íslenskri síld, úthafskarfa, kolmunna og makríl. Sama gæti einnig átt við um grálúðu og djúpkarfa. Gera má ráð fyrir að þess yrði krafist að skip ESB geti veitt sinn hlut úr þessum tegund- um innan íslensku fiskveiðiland- helginnar, sérstaklega varðandi loðnu og úthafskarfa, en bestu veiðisvæðin eru þar. Einnig hefur komið í ljós að kolmunni getur veiðst vel þar og væntanlega gild- ir það sama um norsk-íslensku síldina ef hún breytir göngu- mynstri sínu og gengur í veruleg- um mæli til Islands." Komi til aðildarviðræðna er mjög líklegt að Evrópusambandið fari fram með kröfú um að fá að veiða hluta af hlutdeild sinni í of- angreindum stofnum innan ís- lenskar lögsögu. Einhverra hluta vegna þá „gleymist" að geta þess í skýrslu utanríkisráðherra að ESB gæti ekki rökstutt slíka kröfu á grundvelli veiðireynslu í íslenskri lögsögu. Einnig hefúr „dottið" út úr textanum að kolmunni, mak- ríll, síld og loðna veiðist oft á tíð- um vel í lögsögu Evrópusam- bandsins. I þessari stöðu hefðu ís- lendingar um tvo kosti að velja: Að hafna kröfu ESB alfarið með vísan til þeirrar grundvallarfor- sendu að engin veiðireynsla sé fyr- ir hendi. Hinn kosturinn, og sá betri, er að fara fram með gagn- kröfu á hendur ESB og krefjast aðgangs að lögsögu sambandsins í áðurnefndum uppsjávarfiskum. Það er ekki nokkur vafi á því að báðir aðilar myndu hagnast á slíku samstarfi. Á undanförnum misserum hafa íslenskir útgerðar- menn fjárfest gríðarlega í þessum sveiflukennda geira. Það eru því augljósir framtíðarhagsmunir fólgnir í því, og myndi tryggja ákveðinn stöðugleika, að hafa að- gang að lögsögu ESB þegar títt- nefndir uppsjávarfiskar gefa sig alls ekki á íslandsmiðum, eins og dæmi eru um. Hér er um að ræða sameiginlega stofna og gagn- kvæmur aðgangur að fiskveiðilög- sögum myndi tryggja að kvóta- upptakan færi fram með lægstum mögulegum tilkostnaði og skilaði mestum mögulegum verðmæt- um. Hagsmunir og áhrif Reynslan hefur kennt okkur að aðildin að EFTA og EES voru hvort tveggja gæfuspor sem hafa bætt efnahag og lffsgæði Islend- inga. Viðskipti hafa vaxið og höft- um hefur verið rutt úr vegi og samkeppni aukist neytendum og framleiðendum til góða. Sam- vinna innan fjölda málaflokka hefur ýtt undir framþróun og ný- sköpun og fjölgað tækifærum ís- lendinga í víðum skilningi. Með EES-samningnum tryggðu íslendingar sér aðgang að innri markaði ESB og um leið sömu að- stæður og samkeppnisskilyrði innan alls svæðisins. Um er að ræða því sem næst fulla aðild - að- ild án atkvæðis og hafa íslending- ar einungis aðgang að stefnumót- un á frumstigi máls. Við fulla að- ild fengju íslendingar samstundis tillögu- og atkvæðisrétt í öllum nefndum, vinnuhópum og stofn- unum ESB og gætu fylgt málum eftir frá upphafi til enda og þannig aukið og styrkt fullveldi sitt í samfélagi við aðrar þjóðir sem sett hafa sér áþekk markmið. Innan Evrópusambandsins er sér- fræðiþekking í hávegum höfð. I ljósi sérstöðu íslendinga á sviði sjávarútvegs, er óhætt að fullyrða að vægi okkar í öllum vinnuhóp- um og nefndum tengdum sjávar- útvegi innan stofnana ESB yrði mikið, værum við aðilar að sam- bandinu. Samfara því að tryggja hagsmuni okkar í sjávarútvegi gætum við haft veruleg áhrif á framtíðarþróun sjávarútvegsstefn- unnar, því þrátt fyrir smæð þá er Island stórveldi á sviði sjávarút- vegs. í næstu grein mun ég fjalla um erlendar fjárfestingar í sjávarút- vegi og svokallað kvótahopp.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.