Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2000, Page 42

Ægir - 01.10.2000, Page 42
Nýmáluó mjúk botnmálning Nýmáluð hörð botnmálning o Eiturhluti | Bindiefni Sjór að fylla í þessar holur með máln- ingu eða slípa málninguna niður. * Sílikon botnmálning sem inniheldur ekkert eitur og slíþast ekki, en hefur sérstaklega hált yf- irborð, þannig að fátt nær að fest- ast á botninn. Þetta er tiltölulega ný og dýr tækni og bara notuð á hraðskreiðari báta. Tinbotnmálning og reglugerðarbreytingar Tinmálning innheldur TríBút- ýlTin (TBT) eiturblöndu og hefur hingað til gefið bestan árangur á skipsbotna. Því miður virðist TBT hafa skaðvænleg áhrif á við- kvæmt vistkerfi sjávar. Langur niðurbrotstími TBT býður m.a. þeirri hættu heim, að efnið fari inn í fæðukeðjuna og endi síðan á disk þess sem situr á enda hennar. I mörgum löndum og þar á meðal á Islandi hefur undanfarin áratug verið bannað að nota TBT botnmálningu á skipum undir 25 m lengd. Frá því að þessar reglur voru settar hefur Slippfélagið að- eins boðið upp á tinlausa botn- málningu á allar gerðir skipa. Nú hafa verið settar alþjóðlegar reglur sem banna notkun TBT botn- málningar frá árinu 2003 og að það þurfi að vera búið að fjarlægja algjörlega slík efni af botnum skipa fyrir árið 2008. Tinlaus botnmálning Til að leysa af hólmi sjálfslípandi TBT botnmálningarefni hefur því þurft að leita nýrra leiða og/eða umhverfisvænni eiturgerða. Sú leit hefur verið erfið, þar sem TBT botnmálningarefni hafa haft eig- inleika sem erfitt hefur verið að ná í tinlausri botnmálningu. Þar mætti nefna eiturvirkni, slípun, sveigjanleika, höggþol og viðloð- un. Hempel hefur nú komið fram með lausn á þessu sem hægt er að bera saman við bestu tinbotn- málningarefni. Hempels Globic SP-ECO Hempels botnmálning Globic SP-ECO (8190) (Self Polishing- Environmental Compsite Option) er þurrefnisrík, tinlaus og sjálf- slípandi botnmálning. Það hefur tekið rúm 5 ár að þróa þessa máln- ingu og hefur hún verið prófuð í nánast öllum heimshornum, þar á meðal á Islandi, með frábærum ár- angri. Málningin heldur stöðugri og jafnri virkni út líftíma sinn. Botnmálningin hentar vel á skip með breytilegan siglingarhraða, s.s. togskip af flestum stærðum og gerðum. Eiginleikar botnmálningarinn- ar byggjast á nýrri gerð af mjög virku umhverfisvænu eitri, bindi- efni sem myndar afar slétt sjálf- slípandi yfirborð og trefjum sem tryggja rétta slípun og auka til mikilla muna höggþol. Eitrið SEA-NINE í Hempels málninguna er notuð efnablanda (SEA-NINE) sem er afar eitruð fyrir ýmis krabbadýr, þörunga og botngróður og annað sem festist á botn skipa. Lítinn styrk af efninu þarf til að drepa þessar lífverur. Vegna þess hversu virkt þetta efni er þá brotnar það mjög hratt niður í umhverfinu og myndar engin hættuleg niður- brotsefni. Eitrið safnast ekki sam- an í lífverum, eins og hætta var með tineitrið. SEA-NINE hefur hlotið viðurkenningu frá „US En- vironmental Protection Agency’s". Trefjar Eitt af erfiðustu vandamálum við þróun á tinlausri botnmálingu er að tryggja styrk og höggþol málningarinnar. Mörg bindiefni, sem hafa verið prófuð í botnmáln- ingu, hafa haft frábæra slípieigin- leika. Þau hafa þó verið ónothæf sökum þess hversu viðkvæm málningin hefur verið fyrir lítils- háttar hnjaski og höggum. Onnur bindiefni eru of sterk og slípast

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.