Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2000, Page 43

Ægir - 01.10.2000, Page 43
NÝJUNGAR því ekki nóg. Til að leysa þetta vandamál verður að finna hinn gulna meðalveg, þar sem styrkur og slípun gefa sem mest dugandi botnmálningu. Hempel hefur náð að leysa þetta mál með sérstökum örsmáum ólífrænum trefjum. Þær auka til mikilla muna styrk máln- ingarfilmunnar, sem fær aukið högg- og álagsþol, ásamt betri slípun. Þessi tækni er afar einstök og hefur Hempel einkaleyfi á að nota þessa tækni í botnmálningu. Bindiefnið Stór hluti málningarinnar er bindiefni (sinkkarboxylatfjölliða) sem er óuppleysanlegt í vatni og hefur lítið vatnsísog. Hins vegar leysist það hægt og rólega upp í saltvatni vegna áhrifa af jóna- skiptum. Virkni málningarinnar Bindiefnið, trefjarnar og eitrið mynda eina heild sem með síend- urteknu sjálfslípandi ferli tryggir að botninn er eins hreinn og slétt- ur og kostur er. A þann máta verður núningur milli skips og sjávar sem allra minnstur. Slípunarferlið er: 1. Bindiefnið (sinkkarboxylat- fjölliða) í málningunni hvarfast við söltin í sjónum og verður þá ysti hluti málningarinnar vatns- uppleysanlegur. Þetta gerist við jónaskipti við saltið í sjónum (sinkið í bindiefninu skiptist út fyrir Na+ í sjónum), en þá breyt- Svona lítur ist ysta lag málningarinnar í natr- trefjablönduð máining íumkarboxylat sem leysist hægt þe9^r mynd af upp i vatm. Afþeim sokum yirk- stækkuð verutega ar málningin aðeins í sjó en ekki í ferskvatni. 2. Uppleystu efnin mynda ör- lítið lag milli málningarfilmunn- ar og sjávarins sem inniheldur m.a. mikinn styrk af eitrinu. I laginu verður hámarks virkni eit- ursins og er því banvæn súpa fyr- ir botngróður og annað slíkt. 3. Hreyfing og núningur við sjóinn fjarlægir síðan þetta lag, en um leið byrjar nýtt lag að mynd- ast á sama hátt. Þannig gengur þetta fyrir sig aftur og aftur, þangað til máln- ingarfilman er horfin.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.