Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Blaðsíða 6
4
Háttvirtu samkennarar! Kæru stúdentar!
Nú, er vjer erum hjer enn einu sinni saman komnir til
þess að setja háskóla vorn, er ekki nema eðlilegt, að vjer
eins og stundum endrarnær reynum að gera oss grein fyrir
tilgangi þeim, sem oss er seltur með háskólafræðslunni, svo
og starfi því, sem oss er ætlað að inna af höndum, hæði
sem kennarar og nemendur.
En fyrst vildi jeg með nokkrum orðum mega minnast
þeirra, sem farnir eru, og fagna þeim, sem hætast i hópinn,
bæði af kennurum og nemendum. Einn kennaranna hefir
nú kvatt skólann að fullu og öllu, en það er prófessor Jón
Iiehjason, sem tekið hefir við biskupsdæmi þessa lands;
sendum vjer honum hugheilar kveðjur vorar og árnum
honum allra heilla. Af nýjum kennurum hafa þrir hætst i
hópinn sem fastir kennarar, þeir dócent Magnús Jónsson i
guðfræðisdeild, dócent Steján Jónsson í læknadeild og nú
síðast, en ekki sist, prófessor, dr. phil. Gnðm. Finnbogason í
heimspekisdeild. Alla þessa kennara óskum vjer velkomna í
þjónustu Háskóla íslands. Um stúdenta þá, sem tekið hafa
fullnaðarpróf og því kvatt skólann að fullu og öllu, má lesa
i Árbókinni. En nú á þessari slundu hætast 22 nýir stúdent-
ar við í liópinn. óskum vjer þá hjartanlega velkomna, og
til þeirra vildum vjer sjerstaklega beina eftirfarandi orðum.
Þessi skóli vor er enn litill og næsta ófullkominn, ekki
nema ofurlílill vísir þess, sem aðrir háskólar viðsvegar um
lönd eru. Þó má oss vera nokkur hugnun i tvennu, ef ekki
þrennu. 1 fyrsta lagi í þvi, að það sem kent er hjer, að
náttúruvisindunum og verkfræðinni undanskilinni, er megin-
kjarni þess, sem kent er og kent hefir verið i háskólum
allra landa og á öllum öldum, síðan háskólafræðsla hófst.
1 öðru lagi i þvi, að til þessa skóla hafa, að minu viti, val-
ist eins færir kennarar og lil annara erlendra háskóla. Og í
þriðja lagi i því, að nemendurnir við þenna skóla munu
geta fært sjer fræðsluna alt eins vel, ef ekki betur í nyt en
við marga erlenda háskóla sökum þess, að nemendurnir eru