Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Side 39
37
Yfirleitt hygg jeg að megi með sanni segja um alt vis-
indastarf próf. Ólsens og viðfangsefni þau, er hann hefir
haft með höndum, að hann hafi ýmist ráðið fram úr þeim
að fullu eða þó að minsta kosti greilt svo úr þeim með
skýringum sínum og lagfæringum, að vjer sjeum ólíkt nær
fullri úrlausn og niðurstöðu eftir en áður, og er þvi full á-
stæða til að þakka honum mikið og vel unnið slarf í þarfir
visindanna og í þágu lands og þjóðar.
Þá er nú siðast að geta þess, er hann sjerstaklega hefir
unnið í þarfir háskóla vors. Nú i 12 kenslumisseri samfleylt
fram til síðasta hausts, er hann fjekk undanþágu frá kenslu-
skyldu sakir heilsubilunar, hefir hann haldið fyrirlestra um
bókmentasögu íslendinga og jafnframt skýrt og farið yfir
Eddnkvœðin. Bókmentasögu vora hefir hann nú i þessum
fyrirlestrum sínum rakið frá upphafi og alt sögutimabilið
svo að segja á enda, og mun margur hlakka til að lesa það
rit, er það kemur fyrir almennings sjónir. En Edduskýring-
um hans mörgum er þegar viðbrugðið af lærisveinum hans
og öðrum, er hafa hafl færi á að kynnast þeim (sjá Arkiv
for nord. Filologi).
Þá er háskóli vor var settur á stofn, vorum vjer svo lán-
samir að öðlast próf. ólsen fyrir fyrsta kennara lians í ísl.
fræðurn. Lán megum vjer telja þetta, sökum þess, að próf.
B. M. Ólsen nýtur að maklegleikum álits og heiðurs viða
um lönd sem einn hinn allra fremsti meðal núlifandi ís-
lenskufræðinga, enda hefir hann hlotið margvislega viður-
kenningu fyrir. En um hina fágætu og ágætu kennarahæfi-
leika próf. B. M. Ólsens getið þjer hinir mörgu borið, sem
hjer eruð viðstaddir og allílestir hafið verið lærisveinar
hans. Oss samkennurum hans hjer við háskólann er einkar-
ljúft að votta, að samvinnan milli hans og vor hefir verið
Ijúf og þýð, og á hinn bóginn viljum vjer ekki dyljast þess,
að vjer höfum miklast af því að mega telja hann í vorum
hóp. Oft höfum vjer kent bjarnarylsins í samvistunum við
hann, og þess megum vjer minnast, að fáir hafa kunnað að