Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Blaðsíða 35
33
kveðja oss og vjer hann. En ekki megum vjer skiljast svo
við Björn Magnússon Ólsen, að vjer ekki minnumst hans og
æfistarfs hans að nokkru. Jeg hefi viljann til þessa, en
máttinn skortir mig til þess að gera það, svo sem maklegt
væri. Vænti jeg þess því fastlega, að þjer, sem á mig hlýðið,
takið viljann fyrir verkið og virðið mjer til vorkunnar, þótt
jeg drepi að eins á hið helsta.
Það mun mega telja doktorsritgerð próf. B. M. Ólsens:
Runerne i den oldislandske Liiteratur (1883) hið fyrsta sjálf-
stæða visindarit hans. Heldur hann þar þeirri skoðun fram,
að íslendingar hafi í öndverðu notað rúnir til skrásetningar
á lagaákvæðum sinum og elstu sagnaritum. Visindamenn
hefir jafnan greint á um þetta atriði; væri því ofmælt að
segja, að þetta rit próf. ólsen hafi tekið af skarið í þessu
efni. En hinu fær enginn neitað, að hann rökstyður skoðun
sína með þeirri kostgæfni, vandvirkni, lærdómi og skarp-
skygni, sem einkennir alla öndvegishölda á sviði visindanna.
Þessi ritgerð var því sannur fyrirhoði þess, hvers vænta
mætti af höfundi hennar, og ber því síst að neita, að hann
hefir meira en uppfylt þær vonir á öllum liinum síðari rit-
ferli sínum, enda ávann hann sjer doktorsnafnbót fyrir þetta
rit. 1 þessu fyrsta sjálfstæða riti hans birtast flestir þeir
hæfileikar, sem einkenna hann siðar og hafa getið honum
svo góðan orðstír víðsvegar um lönd: nákværn rannsókn og
samanburður á heimildum, frjósamt ímyndunarafl, en sam-
fara því vísindaleg skarpskygni og dómgreind.
Þessir og aðrir fleiri vísindamannskostir njóta sín þó enn
betur í hinni mildu og merku ritgerð hans: Um Sturlungu,
en hana hlaut hann, svo sem kunnugt er, verðlaun fyrir úr
sjóði Jóns Sigurðssonar og er hún prentuð í III. bindi í
Safni til sögu íslands. Þetta er sannnefnt fyrirmyndarrit
bæði að lærdómi, dómgreind og skarpskygni. Og munu þeir,
sem kunnugir eru Sturlungu, best geta metið það milda
rannsóknarstarf, sem höfundurinn hefir leyst af hendi í þess-
ari ritgerð sinni. Þá er hún kom út, hafði SturJunga tvisvar
verið gefin út, í fyrra sinnið af Hinu ísl. Bókm.fjelagi (Kh.