Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Blaðsíða 36
34
1816—20), í siðara sinnið af dr. Guðbrandi Vigfússyni (Ox-
ford 1878). En báðar voru útgáfurnar ófullnægjandi og
fremur ruglingslegar, enda er ritsafn þetta i mörgum þáttum
og innbyrðis afstaða þeirra óskýr; var það lítt rannsakað
fram til þess tíma, þá er dr. Ólsen tók að gagnrýna Sturl-
ungu. En einmitt slíka rannsókn tókst dr. Ólsen á hendur
með ritgerð þessari og gekk svo frá því starfi, að lagður
var grundvöllur undir alveg nýjan heildarskilning á þessu
merkilega ritsafni. Gerði hann eigi að eins grein fyrir af-
stöðu handritanna og hinna einstöku þátta innbjTðis, heldur
leiðrjetti hann og margar villur í útgáfunum, leiddi senni-
legar getur að höfundum þáttanna og sagnanna og afstöðu
þeirra til söguhetjanna og brá nýju Ijósi yfir sjálfa söguvið-
burðina og skapferli merkustu höfðingjanna á Sturlungaöld-
inni. Mörgum hefir verið unun að lesa ritgerð þessa, því að
öllu, bæði smáu og stóru, sem verða má lil þess að skýra
efnið og afstöðuna, er þar til skila haldið; rökfærslurnar eru
Ijósar og skarplegar, innsæið í huga og eðlisfar höfunda og
söguhetja mjög svo djúpskygnt og málblærinn allur ljettur
og látlaus. Með þessari ritgerð sinni bjó dr. Ólsen svo i
haginn fyrir vandaða útgáfu safnsins, að eigi varð betur á
kosið, enda hefir dr. Kálund í hinni n^'ju útgáfu af Sturl-
ungu (Kh. 1906—11) tekið margar, ef ekki flestar af rök-
semdum hans og leiðrjettingum til greina.
Enn er ótalið eitt af merkustu ritum próf. Ólsens, þeirra
er skráð eru á íslenska tungu, en það er hin ítarlega ritgerð
hans Um kristnitökuna á íslandi árið 1000 og tildrög henn-
ar. Er hún gefin út af Rvikurdeild Hins ísl. Bókm.fjelags
árið 1900 í minningu 900 ára afmælis kristninnar á íslandi.
Heldur próf. Ólsen þar fram nýjum skoðunum á fjölmörg-
um atriðum viðvíkjandi sljórnarfari landsins á elstu tíð, úr-
slitabaráttu heiðninnar og kristninnar hjer á landi og i Nor-
egi og afstöðu og flokkadráttum hinna fornu og nýju goða
um þær mundir. f*essi ritgerð er að ýmsu leyti frumlegust
og fróðlegust af öllum ritum próf. Ólsens og mun enginn
neita því, að hún sje stórmerkileg, jafnvel þótt hann geti