Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Side 8

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1918, Side 8
6 ur sem frumlegastir eruð, best innrættir og mest mannsefn- in, er ætlað að lyfta lífinu í þessu landi, fegra það, göfga það og betra. Og þeir, sem mestir verða, geta ráðið hrein- um og beinum aldahvörfum í lífi þjóðar sinnar, hr«rt henni áfram til vegs og farsældar. Mjer virðist sem jeg muni ekki þurfa að færa neinar sjer- stakar sönnur á þetta. Það liggur í augum uppi. Lækninum er ætlað að viðhalda hinni likamlegu heilbrigði í þjóðfjelag- inu og auka hana af fremsla megni. Lögfræðingnum er ætl- að að gæta heilbrigði hins borgaralega lífs og reyna að hæta liana og efla með nýjum og betri lögum. Og prestinum er ætlað að viðhalda hinni sálarlegu heilhrigði manna og sið- vendui, vinna að sálubót þeirra og sáluhjálp. Göfugt er því hlutverkið, sem yður er ætlað, hverjum á sínu sviði. tJjer eigið allir að verða verkamenn í víngarði þess æðsta, þeirr- ar hugsjónar, að viðhalda líkamlegri, borgaralegri og and- legri heilbrigði lífsins í þvi þjóðfjelagi, sem þjer eruð bornir i, lyfta lífinu, fegra það og göfga. Og í þessu er yður meira að segja ællað að verða forgöngumenn annara. Þar sem þjer eruð nú kjörnir til þess að verða eins konar lífsins og Ijóssins riddarar í þessu landi, ætti yður sannar- lega að vera um það hugað þegar frá upphafi að stunda nám yðar með kostgæfni og samviskusemi, og það því fremur sem yður hlýtur að skiljast það, undir eins og þjer ihugið það, hversu mikið þjóðin leggur í sölurnar fyrir þessa verðandi forgöngumenn sína. Þjóðin hefir af vanefnum sínum reist yður hjer dýra stofnun, sem veitir yður ókeypis tilsögn og undirbúning undir lífsstarf yðar. Og ef þjer stundið nám yðar vel og ljúkið því með lofi, þá heitir hún yður heslu trúnaðar- og virðingarstöðum sinum að launum. Og enda þótl þetla væri nú ekki svo og þjer lituð alls ekki til launanna, sem fáir munu þurfa að gera nú, svo Ijeleg sem þau eru, þá ætti það þó að vera yður ærin hvöt til þess að leggja yður alla fram, að þjóðin væntir æ hins mesla af yður, sem verðið

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.