Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Qupperneq 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Qupperneq 9
7 Margan lærðan manninn höfum vjer á þann hátt eignast bæði fyr og síðar, og mun óhætt að fullyrða, að ekki höf- um vjer í fróðleik og þekkingu staðið að baki öðrum þjóð- um, ef miðað er við fólksfjölda og aðrar aðstæður. En reynsla vor hefir verið hin sama og annarstaðar, að ekki hefir allri þekkingu verið beitt á rjettan hátt og oft og einatt til alls annars en góðs. Hvort slíkt hefir átt sjer stað hjer á hærra eða lægra stigi en annarstaðar, skal alveg látið liggja milli hluta. Hitt varðar mestu, að menn veiti athygli þeirri kenningu, sem viðburðir siðustu tíma flytja oss, um, að hver maður verði að ástunda að göfga manneðli sitt, jafnframt því að hann þroskar vit sitt og eykur þekkingu sína. Heimurinn liefir aldrei betur sjeð og átt að skilja, að vit og þekking aðeins eru tæki, sem engum verða tilj gagns, nema beitt sje til góðs og af göfugum hvötum. Því að ótvirætt hefir mannvitinu og þekkingunni aldrei verið misbeitt eins öðrum til meins og tjóns, eins og á þessum síðustu timum. Enginn getur gert sjer í hugarlund, hve miklu hefði verið hægt að koma til vegar þjóðunum til blessunar, ef öllu því mannviti og þekkingu, sem notað hefir verið síðustu árin til manndrápa, eyðingar og uppreisua, hefði verið varið til friðsamlegrar samvinnu öðrum til heilla. Þessi tími talar því hávært til allra námsmanna, til allra þeirra, sem stefna að því að afla sjer sem mestrar þekk- ingar og fróðleiks, um að stejna hátt, bæði í námi sínu, með þekkingu sína, en einnig í þroskun lyndiseinkunnar sinnar, til þess að verða færir um að nota hæfileika og þekkingu til heilla fyrir land og lýð. Stefna að því að verða sannmentaðir menn, en ekki aðeins lœrðir menn. Því að á þessu tvennu er í raun og veru mikill munur, þótt oft sje því blandað saman, þannig, að skólagenginn maður er talinn mentaður maður, en óskólagenginn ómentaður. En þetta er rangt. Lærdómur, þekking, það að vita, kunna, skilja, greina, er skilnings og skynsemisatriði, sem alls ekki þarf að hafa göfgandi áhrif á tilfinningar eða viljastefnu.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.