Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Side 34

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Side 34
32 Chlorosis. Hvað veldur henni, hvernig má greina hana frá öðrum sjúkdómum og hvernig er nieðferð hennar? II. í handlæknisfræði: Drep á fótum. — Hvað getur valdið þvi, hver er með- ferðin? Að hverju leyti á hún að vera mismunandi eflir orsökum drepsins? III. í rjettarlæknisfræði: Hvað er meðgöngutími kvenna langur? Hvernig má á- kveða aldur ófullburða fósturs og hvað einkennir full- burða barn? 2. 1 lok siðara misseris. I. í lyflæknisfræði: Hverjar eru orsakir hjartabilunar (insufficientia cordis)? Hver eru einkenni hennar? Hvernig er meðferðin? II. I handlæknisfræði: Hvað er skilið við sjálfheldu hauls? Hvernig lýsir hún sjei ? Hverjar eru afleiðingar hennar og hver er meðferðin? III. í rjettarlæknistræði: Lýsið breytingum þeim, sem verða á líki. Hvaða leið- beiningar gefa þær rjettarlækni og hverjum örðugleik- um valda þær? Prófdómendur voru hinir sömu og áður, þeir Matthías • læknir Einarsson og Sigurður Magnússon heilsuhælislæknir. Embœliispróf l lögfrœði. í lok síðara misseris gengu 2 stúdentar undir próf og stóð- ust það. Skriflega próflð fór fram 1.—5. júní, en munnlega prófið 19. júní. Prófdómendur voru hæstarjettardómararnir Eggert Briem og Halldór Daníelsson. Vcrkefni við skriflega prófið voru: í I. borgararjetti: Má skilinn maður eða kona giftast aftur án leyfis?

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.