Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Page 37

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1920, Page 37
35 sjerstaklega i tilefni af síðasta riti hans, um Einokunarversl- un Dana á Islandi 1602—1787. Deildin hefir einkanlega bundið veitingu þessarar nafn- bótar við eina bók, og er það af nokkuð sjerstökum ástæð- um. Auðvitað metur deildin að fullu önnur ritslörf og vís- indastörf próf. Jóns Aðils, bæði hin prentuðu rit hans, sem heita mega kunn öllum landslýð, og ekki siður fyrirlestra þá, sem hann hefir flutt í háskólanum, og að mestu leyti eru óprentaðir. En verslunarsöguna má samt hiklaust telja aðalverk hans að svo komnu máli, enda um leið eitt af merkustu sagnaritum íslendinga frá síðari öldum. Auk þess var deildarmönnum kunnugt um, að próf. Jón Aðils hafði í hyggju að senda háskólanum bókina í þvi skyni að hljóta doktorsnafnbót fjTrir hana, en þá þótti þeim ýmsar ástæður liggja til þess, að bonum væri fremur veitt nafnbótin í heið- ursskyni en að undangengnu prófi. Deildin gat með þvi neytt tækifæris til þess að sýna mikilsmetnum og vinsælum meðlimi sínum sjerstakan vott virðingar og þakklætis. Og auk þess áleit deildin stöðu próf. Jóns Aðils meðal fræði- manna vorra vera orðna samskonar og staða listamanna þeirra er, sem selt er sjálfdæmi um verk sín á listasýning- um. Um Verslunarsöguna er í raun og veru enginn eins bær að dæma og höfundur sjálfur, ekki einungis af þvi að mikið at henni er bygt á heimildum, sem hann einn hefir kannað, heldur lika af því að hann er, og hlýtur að vera, hæstirjettur deildarinnar í því, sem að sögu íslands lýtur. Eins og nærri því hefði mátt óhóf heita að senda inn sem doktorsritgerð annað eins verk, svo umfangsmikið og þrungið af vinnu svo margra ára, þar sem brot eitt af því hefði verið nægilegt til þess að hljóta nafnbótina fyrir, — svo hefði það berlega verið ofrausn af okkur hinum deildarmönnun- um að fara að leggja dóm á það, eða brjóta það til mergjar við sókn og vörn. Heimspekisdeildin telur sjer sóma að því að veita með þessari nafnbót viðurkenningu fyrir mikið og merkilegt starf og aðdáanlega trúmensku við vísindi og ritstörf, og láta fylgja

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.