Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1931, Page 3
Formáli
Ritgerð þessi er um efni, sem heita má að ekkert hafi verið
skrifað um á íslenzku fj7rr. Meðal annara þjóða er á hinn bóginn
unnið að þessari vísindagrein af mesta kappi, og um hana eru þar
geysimiklar bókmenntir. Ritgerðin á því að fylla upp í eitt af þeim
mörgu skörðum, sem eru í bókmenntir vorar, þegar þær eru born-
ar saman við það, sem annarsstaðar er.
Eg vil þakka þeim, sem hafa veitt mér mesta hjálp við þetta
verk. Nefni eg þar fyrst samkennara mína, þá Sigurð P. Sívert-
sen, vígslubiskup og Ásmund Guðmundsson, hásltólakennara.
Hafa þeir báðir lesið alla ritgerðina í próförk, og gefið mér fjölda
góðra bendinga, bæði um efni og búning og lagt í það mikla
vinnu. Konu minni þakka eg eins og fyrr aðstoð við prófarkalest-
ur og samanburð. Loks vil eg nefna þá, sem hafa aðstoðað mig
við að fá myndirnar í bókina. Sir Frederic G. Kenyon, fyrrv. for-
sljóri British Museum í London útvegaði mér hjá Mess. Macmillan
myndamót af flestum handritasýnishornunum. O. Lohse, bóka-
útgefandi í Kaupmannahöfn lánaði mér, að fengnu leyfi stiftpró-
fasts Skovgaard-Petersen, myndamót, sem notuð voru í bók hans
um Nýja-testamentið og prófessor í guðfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla, Frederik Torm leyfði mér að nota, og útvegaði
mér að láni eitt myndamót úr Inngangsfræði hans. Er þetta til-
greint við hverja mynd, og kann eg þeim öllum beztu þakkir
fyrir hjálpsemi þeirra og lipurð. Prófessor Jens Nörregaard í
Kaupmannahöfn þakka eg einnig greiða, sem hann gerði mér með
útvegun leturs.