Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 51
49
I. I sijja- ocj erfðarétti: Lýsið reglum þeim, sem til greina
koma um sameiginlegar og gagnkvæmar erfðaskrár.
II. I stjórnlagafræði: Hvaða reglur gilda um íslenzka land-
helgi, mörk hennar og yfirráðarétt ríkisins yfir henni?
Verkefni í skriflegu prófi í maí voru þessi:
I. I sifja- og erfðarétti: Lýsið reglunum um form arf-
leiðsluskrár og hver áhrif það hafi, ef frá þeim er vikið.
II. í stjórnlagafræði: Skýrið 72. gr. stjórnarskrárinnar.
Prófdómendur við próf i október og janúar voru dóms-
málaráðherra dr. jur. Einar Arnórsson og dr. jur. Þórður
Eyjólfsson hæstaréttardómari, en dr. jur Einar Arnórsson
og dr. jur. fíjörn Þórðarson við prófið í maí 1945.
III. Kandídatspróf í viðslciptafræðum.
í lok fyrra misseris luku 2 stúdentar kandídatsprófi í við-
skiptafræðum og 6 í lok síðara misseris. I lok fyrra misseris
lauk enn fremur einn stúdent prófi í verzlunarrekstrarfræði,
4 í íslenzkri lmglýsingu, 10 í bankarekstrarfræði og 9 í al-
mennri lögfræði. I lok síðara misseris luku 3 stúdentar prófi
í íslenzkri haglýsingu, 6 i tölfræði, 5 í almennri bókfærslu,
einn í scimningu og gagnrýni efnahagsreikninga, einn í al-
mennri lögfræði og 7 í þýzku.
Yerkefni í skriflegu prófi í janúar 1945 voru þessi:
Verkefni í ritgerð:
Árni Finnbjörnsson: Gildandi löggjöf um sölu landbún-
aðarafurða.
Þórir Guðmundsson: Rekstrarhagfræðileg atriði í hluta-
félagalögunum.
í rekstrarhagfræði:
1. Berið saman hugtökin ágóða og skattskyldar tekjur annars vegar
og skuldlausa eign og skattskylda eign hins vegar.
2. í samþykktum hlutafélags eins segir m. a.:
„Leggja skal árlega í fyrningarsjóð véia 10% af kaupverði
þeirra. Enn fremur skal leggja 5% kaupverðsins í sérstakan endur-
nýjunarsjóð véla.“
Skýrið eðli og tilgang þessara sjóða.
7