Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 98
96
7. gr. — Til fyrra hluta prófs eru kenndar þessar greinar:
StærðfrœSi, aflfræði, burðarþolsfræði, rúmxnyndafræði, eðlis-
fræði, efnafræði, jarðfræði, teiknun, landmæling og liúsagerð.
Tilhögun kennslunnar i hverri grein ákveður háskólaráð eftir til-
lögum deildarinnar.
8. gr. — Námsgreinum er skipt í 4 prófflokka. Fjöldi einkunna og
niðurröðun prófa er eins og eftirfarandi tafla sýnir:
Árspróf.
Námsgrein Flokkur
Stærðfræði ................ I
Aflfræði .................. I
Burðarþolsfræði ........... I
Rúmmyndafræði ............ II
Eðlisfræði .............. II
Efnafræði ............... II
Jarðfræði ................ II
Teiknun: Prófteikning og
tekn. teikn. 1 einkunn,
húsagerð, geómtr. teikn.
og landmælinga teiknun
1 einkunn ............. III
Landmæling munnleg 1
einkunn, mæling og
kortagerð 1 einkunn,
hallamæling 2 x V2 eink. IV
Húsagerð ................ IV
1. — 2. — 3. Einkunnir samt.
2—1—1 4
1 — 1 2
1 1
1 — 1 2
1—1—1 3
1 —(1) 1
(1) 1 1
2 2
3 3
1 1
Samtals 20
9. gr. — Stúdenta þá, sem ekki ætla að stunda framhaldsnám í
byggingaverkfræði, getur deildin undanþegið þátttöku í einstökum
námsgreinum.
10. gr. — Að loknu fyrra hluta prófi hefst nám í siðara hluta
byggingarverkfræði.
Markmið kennslunnar er að gera stúdentinn hæfan til þess að
leysa þau verkfræðileg viðfangsefni, er bíða hans að afloknu námi.
Kennslan miðast við það, að stúdentinn að afloknu burtfararprófi
öðlist rétt til þess að nefna sig verkfræðing samkvæmt islenzkum
lögum. Námið skal samræmt íslenzkum staðháttum eftir þvi sem við
verður komið.