Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 88
86
um þetta harðar deilur á allmörgum fundum, og komu ýmsar skoð-
anir fram á málinu, sem, eins og áður getur, að síðustu leiddu til
stjórnarskipta. Ýmislegt fleira hafði tillögumaður út á stjórnarfor-
ustuna að setja, en út í það þykir ekki ástæða til að fara nánar hér.
í hinni nýju stjórn áttu sæti þessir menn:
Guðmundur Vignir Jósefsson, formaður, Jóhannes Elíasson, gjald-
keri, og Asgeir Magnússon, ritari.
Skal nú stuttlega skýrt frá helztu störfum stúdentaráðsins.
Hátíffahöldin 1. desember. Ráðinu þótti rétt að halda fyrri venju
og efna til hátíðahalda liinn 1. desember, enda þótt það gerði sér
ljóst, að annar dagur yrði í framtíðinni almennari þjóðhátíðardagur.
Hátíðahöldin voru með liku sniði og áður. Stúdentar efndu til skrúð-
göngu um bæinn. Var lagt af stað frá háskólanum og staðnæmzt við
Alþingishúsið. Af svölum þess flutti dr. Einar Ólafur Sveinsson, þá-
verandi háskólabókavörður, ræðu, og var henni útvarpað. Samkomur
voru haldnar i hátíðasal skólans og í Tjarnarbíó. Útvarpað var frá
hátíðasalnum. Blað stúdenta og merki dagsins voru seld á götum
bæjarins. Að kvöldi var hóf að Hótel Borg. Hafði forseta íslands
verið boðið að sitja hófið, en hann sá sér þvi miður ekki fært að
þiggja boðið.
Gamlaárskvöld. Á gamlaárskvöld var haldinn glæsilegur dansleikur
i anddyri skólans. Var honum að þessu sinni stjórnað af stúdenta-
ráði sjálfu, en eins og kunnugt er hefur Skemmtifélag stúdenta staðið
fyrir þessum mannfagnaði undanfarin ár. Þótti dansleikur þessi takast
með prýði, enda öll skilyrði til að hafa góðar skemmtanir í svo glæsi-
legum húsakynnum, sem þarna er um að ræða.
17. júni. Á þjóðhátíðardaginn þótti fulltrúum stúdentaráðsins við-
eigandi, að stofnað væri til fagnaðar. Höfðu verið gerðar ráðstafanir
til að útvega húsnæði fyrir samkonui stúdenta, en ekkert varð þó úr
framkvæmdum, með því að þjóðhátiðarnefndin fór fram á það við
einstaka aðilja, sem sérstaklega höfðu ætlað að beita sér fyrir há-
tíðahöldum, að þeir létu af þeim fyrirætlunum. Var nefndin á þeirri
skoðun, að 17. júní ætti í framtiðinni að gera að sem almennustum
hátíðisdegi og færi því illa á, að einstök félagssamtök reyndu að
setja svip sinn á daginn. Féllst ráðið á þessa skoðun þjóðhátíðar-
nefndarinnar. Stúdentablaðið kom út þennan dag vandað að efni.
TimaritiÖ Garffur. Á starfstímabili ráðsins var hrundið i fram-
kvæmd hinum margumtöluðu fyrirætlunum um útgáfu á timariti
stúdenta. S. 1. vor fékk stjórn ráðsins umboð til að ráða ritstjóra
tímaritsins. Varð Ragnar Jóhannesson cand. mag. fyrir valinu. Hann
bar síðan fram tillögu um það, að Stúdentafélagi Reykjavíkur yrði
boðið að gerast þátttakandi í útgáfunni. Taldi hann, að það skapaði