Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 107
105
d. Vatnsgeymar. vatnsleiðslur o. fl.
e. Önnur mannvirki eftir því sem tími vinnst til.
Fjöldi kennslustunda um 275.
Enn fremur 5 verkleg viðfangsefni:
1. Ýmsar gerðir gólfa og bita.
2. Einu sinni statisk óákveðinn burðarhluti.
3. Innspenntur bogi yfir 40 til 50 metra haf minnst.
4. Bogagrindur og verkpallar fyrir boga i verkefni 3.
5. Stífla úr járnbentri steypu.
Til úrlausnar framangreindra verklegra viðfangsefna eru ætlaðar
14 vikur.
3. Mannvirki úr stáli. Helztu fræði um stálbyggingar og algeng-
ustu gerðir mannvirkja og burðarhluta úr stáli, sérstaklega í brúar-
gerð og húsagerð.
Fjöldi kennslustunda um 50.
Enn fremur 4 verkleg viðfangsefni:
1. Þakgrind.
2. Plötubiti.
3. Brúargólf.
4. Burðargrind úr stáli (úr brúargerð), ásamt fullnaðaruppdrætti
einhvers hluta grindarinnar, til dæmis tveggja stangarpunkta.
Til úrlausnar framangreindra verklegra viðfangsefna eru ætlaðar
10 vikur.
4. Hafnarmannvirki, grundun mannvirkja o. fl. Grundun mann-
virkja: Almenn fræði um gerð og eiginleika jarðtegunda og burðar-
þol þeirra. Kenningar um jarðþrýsting; hin ýmsu kerfi og aðferðir
til að grunda mannvirki, þar á meðal staurakerfi og kenningar um út-
reikning þeirra. Þurrkun byggingarsvæðis og jarðvegs. Hafnargerðir:
Almenn fræði um legu hafnargarða, afstöðu þeirra og tilgang. Helztu
gerðir hafnargarða, hafnarbakka svo og bryggjugerðir.
Varnir á bökkuin farvega og sjávarstranda, skurðir, stíflur, rásir
þeirra, lokur o. fl.
Mæling og dýpkun siglingarleiða. Dýpkunarvélar og dýpkunar-
skip; vitar og önnur leiðarmerki.
Hydraulik: Helztu lögmál um útstreymi og streymi um opnar og
lokaðar leiðslur o. fl.
Fjöldi kennslustunda um 150.
Enn fremur 4 verkleg viðfangsefni:
1. Verkefni úr hydraulik.
2. Hafnarbakkar og bryggjur; hagnýting jarðþrýstikenninga.
3. Hafnargarðar eða hafnarbakkar með steyptum kerum.
4. Staurakerfi, er veitir skákröftum viðnám.
14