Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 95
93
Lög um stofnun prófessorsembættis í heilbrigðisfræði í lækna-
deild Háskóla íslands, nr. 9 24. jan. 1945.
1. gr. — Stofna skal prófessorsembætti í heilbrigðisfræði í lækna-
deild Háskóla íslands.
2. gr. —• Auk kennslu í heilbrigðisfræði í læknadeild háskólans
skal prófessorinn í heilbrigðisfræði annast heilbrigðisfræðilegar
rannsóknir fyrir rikisstjórnina, bar á meðal manneldisrannsóknir í
samráði við manneldisráð.
3. gr. — Um prófessorinn í heilbrigðisfræði gilda að öllu sömu
reglur sem um prófessorana, sem fyrir eru við háskólann.
4. gr. — Lög þessi öðlast gildi þegar i stað.
Lög um stofnun dósentsembættis í guðfræðisdeild Háskóla
íslands, nr. 31 12. febr. 1945.
1. gr. — Þar til stofnsett verður sérstök undirbúningsdeild fyrir
prestaefni (Pastoral Seminarium), skulu vera tvö dósentsembætti við
guðfræðisdeild Iláskóla íslands, enda verði séra Björn Magnússon
prófastur að Borg skipaður í annað þeirra.
2. gr. •—■ Jafnframt skal auka kennslu í deildinni í trúarbragða-
sögu, kirkjurétti og sálgæzlu. Guðfræðisdeildin skiptir verkum milli
kennaranna eftir því, sem hagkvæmast þykir.
Lög um prófessorsembætti dr. Sigurðar Nordals,
nr. 32 12. febr. 1945.
1. gr. Þegar dr. Sigurður Nordal lætur af prófessorsembætti því,
er nú gegnir hann í heimspekisdeild Háskóla íslands, skal honum
gerður kostur á að hafa áfram á hendi prófessorsembætti í deildinni
í íslenzkum fræðum með öllum þeim réttindum, er fylgja prófessors-
embættum, en undanþeginn skal hann kennsluskyldu og ákvæðum
laga um aldurshámark opinberra starfsmanna.
2. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi.
Reglugerð fyrir verkfræðideild Háskóla íslands.
1. gr. — Verkfræðideild Háskóla íslands veitir kennslu:
1. f visindaleguin undirstöðuatriðum verkfræðinnar.