Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 87
85
Flutt kr. 2460655.18 kr. 468586.83
Ágóðahluti rannsóknarstofn-
unarinnar 1944 . kr. 89453.12
Húseign ranns.-
stofnunarinnar . — 200000.00
----------------- — 289453.12
----------------- — 2171200.06
Kr. 2639786.89
Reikning þennan og allar bækur happdrættisins og fylgiskjöl, svo
og sjóð þess, höfum við undirritaðir endurskoðendur farið nákvæm-
lega yfir og ekkert fundið athugavert.
Reykjavík, 25. apríl 1945.
Ásmundur Guðmundsson. Þorsteinn Jónsson.
XV. ÝMISLEGT
Yfirlit yfir störf stúdentaráðs árið 1944—1945.
I
Á þessu starfstímabili var ráðið skipað eftirtöldum mönnum:
Ásgeiri Magnússyni, stud. med., Bárði Daníelssyni, stud. polyt., Ein-
ari L. Péturssyni, stud. jur., Guðmundi Vigni Jósefssyni, stud. jur.,
Jóhannesi Elíassyni, stud. jur., Jóni P. Emilssyni, stud. polyt., Magnúsi
Torfa Ólafssyni, stud. med., Sigurði Reyni Péturssyni, stud. jur., og
Þorvaldi Ágústssyni, stud. med.
Stjórn ráðsins var í upphafi skipuð þeim Bárði Danielssyni, sem
var formaður, Jóhannesi Elíassyni, gjaldkera, og Guðmundi Vigni
Jósefssyni, ritara. En í lok marzmánaðar gerðust þau tiðindi, að full-
trúi Alþýðuflokksfélags háskólastúdenta í ráðinu, Jón P. Emils, bar
fram vantrauststillögu á formann ráðsins, og var hún samþykkt með
fimm atkvæðum gegn þrem.
Var alllangur aðdragandi að þessum stjórnarskiptum, en aðaltil-
efni vantraustsins mun hafa verið þátttaka formannsins í félags-
stofnun, sem ætlað var að vinna upp halla, er orðið hafði á Rússa-
gildi. Hélt félagið, sem hlaut nafnið Árvakur, einn dansleik, sem
flutningsmaður vantrauststillögunnar sagði, að haldinn hefði verið
í nafni háskólans, enda þótt vitað væri, að joarna hefði aðeins verið
um að ræða samtök fimm'stúdenta. Þótti honum þessi framkoma svo
óviðeigandi, að hún réttlæfti fyllilega vantraust á formanninn. Stóðu