Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 99
97
Til síðara hluta prófs er krafizt kunnáttu í þessum greinum:
A. ASalnámsgreinar: burðarþolsfræði, járnbent steypa, mannvirki
úr járni, hafnarmannvirki og grundun mannvirkja, vatnsorkuver,
veituverkfræði. í einni af þessum námsgreinum skal stúdentinn leysa
af hendi verkfræðilegt prófviðfangsefni.
B. Aukanámsgreinar: Vega- og gatnagerð, efnisfræði, véla- og fram-
leiðslutækni, rafmagnstækni, áætlanir og skipulagning framkvæmda.
Iíennsla fer fram við háskólann í greinum þessum eftir því, sem
við verður komið, og er tilhögun kennslunnar ákveðin af deildinni
og háð samþykki háskólaráðs að svo miklu leyti, sem ekki er nánara
ákveðið í reglugerð þessari.
11. gr. — Síðara hluta próf er tekið í tvennu lagi:
1) Miðpróf og 2) aðalpróf.
Miðpróf skal að jafnaði tekið í lok þriðja misseris síðara hluta,
en eigi síðar en hálfu ári eftir aðalpróf.
Deildin ákveður hvaða greinar stúdent getur valið sem sérgrein.
Fjöldi einkunna og niðurröðun prófa er eins og eftirfarandi tafla
sýnir:
Miðpróf Fullnaðarpróf Eink.
munnl. verkl. skriíl. m. V. alls
Veituverkfræði .. í % iy2
Vega- og gatnagerð .. y2 y2 í
Efnisfræði .. í í
Véla- og framleiðslutækni ■ .. í í
Rafmagnsverkfræði .. í í
Burðarþolsfræði íi 2
Mannvirki úr járni í 1
Járnbent steypa í y2+y2 í 3
Hafnarmannv., grundun mannv. í y2+y2 í 3
Vatnsorkuver í y2 iy2
Áætun um skipulagn. framkv. .. y2 y2 í
Úrlausn í sérgrein 2
Samtals 19
Til þess að geta innritazt til miðprófs skal stúdentinn hafa lokið á
fullnægjandi hátt og skilað eftirtöldum fjölda verkefna: vega- og
gatnagerð 3, veituverkfræði 2, mannvirki úr járni 3, járnbent steypa
2, hafnarmannvirki 3.
Til þess að geta innritazt til aðalprófs skal enn fremur skila eftir-
töldum fjölda verkefna: mannvirki úr járni 1, járnbent steypa 3,
hafnarmannvirki og grundun mannv. 1, orkuver 2, skipulagning 1.
13