Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Síða 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Síða 10
2 Kaflar úr ræðum rektors Háskóla íslands Úr ræðu rektors við afhendingu prófskírteina 27. október 1979 Virðulegu áheyrendur. í nafni Háskóla íslands býð ég ykkur öll velkomin til þess- arar athafnar. Ég vil í upphafi máls míns þakka fyrrver- andi rektor. prófessor Guðlaugi Þorvalds- syni fyrir vel unnin og heilladrjúg rektors- störf hans. Við vitum að það er engin til- viljun að hann hefur verið skipaður í em- bætti ríkissáttasemjara, fyrstur manna. Ég óska honum, konu hans og fjölskyldu allra heilla í hinu nýja starfi. Jafnframt vona ég að sem lengst gæti þeirrar eindrægni sem hann stuðlaði að hér innan háskólans. Ágætu kandídatar! Nemendur spyrja æ oftar hvaða gagn þeir hafi af því sem verið er að kenna þeim, þegar út í lifið kemur. Því er til að svara að markmið æðri menntunar hlýtur að vera það að kenna mönnum að gera hlutina enn betur en nú tíðkast og búa nemendur undir að takast á við þau verkefni sem krefjast úrlausnar í síbreytilegu þjóðfélagi. Það gerist æ fátíðara að menn mennti sig til ákveðinna starfa eða embætta og æ al- gengara að menn þurfi að skipta um starf oftsinnis á ævinni. Það er tilgangur há- skólamenntunar að örva nemendur til sjálf- stæðrar hugsunar, kenna þeim að sýna heiðarleika gagnvart viðfangsefninu og sjálfum sér og hvetja þá til að auka við þekkingarforða okkar í framtíðinni. Sagt er um Alexander mikla að það hafi hrjáð hann og grætt í æsku hve athafna- samur faðir hans, Filippus II Makedóníu- konungur hafi verið, því að lítið yrði eftir fyrir hann að gera þegar hann kæmist til valda. Þið sem hér munuð stíga á pallinn innan skantms ættuð ekki að þurfa að kvíða verkefnaskorti! Verðug viðfangsefni blasa við, nánast hvert sem litið er. Á sviði efnahagsmála fer margt úr bönd- um og finna þarf markvissar og skynsam- legar leiðir til nýtingar náttúruauðlinda. Við búum í landi þar sem eldvirkni og beislun náttúruafla útheimta staðbundnarlausnirer krefjast sérstakra rannsókna. Við höfum fyrir augunum afleiðingar þess þegar menn telja sig geta boðið lögmálum efnahagslífs- ins og náttúruöflunum birginn. Hvort sem um er að kenna ónógum rannsóknum eða vanþekkingu á viður- kenndum staðreyndum, er það hlutverk ykkar að bæta þar úr. Kröfur á sviði heil- brigðismála og kröfur til félagslegrar þjón- ustu verða sífellt meiri með bættum efna- hag. Og með meiri þekkingu, rannsóknum og tækni er unnt að verða við aukinni eftir- spurn á þessum sviðum. Sum ykkar halda vonandi í enn meiri þekkingarleit og snúa síðan til kennslu eða rannsókna eða til ann- arra starfa í þjóðfélaginu. Til þess er oft tekið hve víða íslendingar fara til náms. Þetta má jafnvel telja hefð, og ekki að ófyrirsynju að fyrir framan háskól- ann gefur að líta styttu af Sæmundi fróða á selnum. Nú þarf ekki lengur að sækja alla háskólamenntun út fyrir landsteinana, sem betur fer. Það hlýtur þó alltaf að vera ávinningur að því fyrir okkur að afla ýmiss konar sérfræðiþekkingar erlendis, svo og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.