Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Qupperneq 16

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Qupperneq 16
14 Árbók Háskóla íslands helmingi af tekjum stofnunarinnar er ætlað að koma frá aðiljum utan háskólans. Brýnt er að grunnrannsóknir sitji ekki á hakanum. Ég tel að leggja verði meiri áherslu á þjónusturannsóknir en verið hef- ur, enda verði það jafnframt til þess að efla grunnrannsóknir. Lykillinn að því að svo megi verða er sá, að hluta af þeint hreinu tekjum sem aflað verðuraf útseldri þjónustu verði varið til undirstöðurannsókna, jafn- framt því sem einstaklingarog stofnanir sjái sér hag í því að sinna slíkum verkefnum. Þá verður að gæta þess að hvorki sé bein sam- keppni við aðila utan háskólans um verkefni né undirboð. En á ýmsum sviðum á háskól- inn einn á að skipa mannafla og þekkingu til þess að stunda rannsóknir, hvort sem um útselda þjónustu eða grunnrannsóknir er að ræða. Gjafirtil háskólans Okkur háskólans mönnum finnst oft gæta tómlætis í garð þeirra sem leyfa sér að skyggnast langt inn í framtíðina, kanna dýpstu rök tilverunnar og eyða starfsævi sinni í að miðla nemendum af samansafn- aðri lífsreynslu margra kynslóða. En þolinmæðin þrautir vinnur allar. Það er háskólanum mikill heiður og hvatning að hafa fengið stórgjafir frá einstaklingum, sem vilja styrkja hann í verki, auðga hann að fegurð og leggja rækt við æsku þessa lands. Með gjafabréfi 7. desember sl. færðu erf- ingjar Ludvigs Storr, þær Svava Storr og Anna Dúfa Storr, háskólanunt fasteignina Laugaveg 15 í Reykjavík að gjöf. Tekjum af húseigninni skal varið til að stuðla að fram- förum á sviði jarðefnafræði, byggingariðn- aðar og skipasmíða með því að styrkja vís- indamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræð- inga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðar- menn til framhaldsnáms, svo og veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Stjórn Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr ákvað á fundi sínum í gær að auglýsa styrki lausa til um- sóknar á seinni hiuta þessa árs. Ludvig Storr hafði óbilandi trú á framtíð íslands. Hann var þess fullviss að landið hefði að geyma auðlindir sem enn væru lítt rannsakaðar og þar væru aðkallandi verk- efni til úrlausnar. Einnig barhann bygging- ariðnað og skipasmíði fyrir brjósti og taldi mikilvægt fyrir þjóðarhag að örar framfarir yrðu í þeim starfsgreinum. Og nú á þessari stundu er einkar ánægju- legt að taka á móti málverkagjöf hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðssonar og lýsa hér með opna sýningu á málverkunum í hátíðasal háskólans og anddyri. Jafnframt er öllum viðstöddum boðið að skoða sýninguna að þessari athöfn lokinni. Safn það sem sýnt er hefur að geyma frumgjöf þeirra hjóna, 95 myndverk. Stærsti hluti þess, eða 70 myndir, er eftir Þorvald Skúlason listmálara, og veita þær góða yfirsýn yfir feril hans frá árinu 1923 til líðandi stundar. Einnig eru í safninu 25 myndir eftir 20 merka listamenn. Með gjöf- inni erstofnað Listasafn Háskóla fslands, og mun það hafa til ráðstöfunar fé til lista- verkakaupa sem nemur 1% af nýbyggingar- fé háskólans á ári hverju. Megi þessar stórgjafir, sem hér eru þakk- aðar af heilum huga, verða Háskóla fslands og gefendum til góðs um ókomin ár. Þá vil ég einnig færa kærar þakkir fyrir gjöf samkvæmt erfðaskrá Theodórs John- son, fyrrum hótelstjóra, sem færði háskól- anum og Skógrækt ríkisins að gjöf húseign- ina Bergstaðastræti 50A ásamt verðbréfum. Tekjurn Minningarsjóðs Theodórs Johnson skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta til náms við Háskóla fslands eða til framhaldsnáms erlendis. Einnig færi ég hjónunum Gyðu Jóns- dóttur og Ottó A. Michelsen kærar þakkir fyrir fjárframlag í tilefni sextugsafmælis Ottós 10. þ.m. Skal fénu varið til að styrkja gerð orðstöðulykils að hinni nýju íslensku Biblíu. Slíkur orðstöðulykill ætti að geta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.