Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Síða 78
76
Árbók Háskóla íslands
vera leystur frá því starfi. í stað hans var
kjörinn Stefán Sörensson háskólaritari.
11.09.80
Háskólabíó
Reikningar Háskólabíós fyrir árið 1979
voru fram lagðir og samþykktir án athuga-
semda.
Kjör eins manns í stjóm Háskólabíós til
tveggja ára, svo og kjör tveggja endurskoð-
enda: í stjórn var kjörinn Þórir Einarsson
prófessor. Endurskoðendur voru kjörnir til
eins árs Árni Vilhjálmsson prófessor og
Steingrímur Baldursson prófessor.
21.08.80 11.09.80
Framkvæmdir
Rektor gerði grein fyrir stöðu skipulags-
mála á háskólalóð. Kom fram, að teikning-
um að Hugvísindahúsi miðar svo, að til út-
boðs gæti komið í aprílmánuði, ef ekki stæði
á samþykki viðkomandi yfirvalda. (Sam-
starfsnefnd um opinberar framkvæmdir
heimilaði útboð á fyrsta hluta bygginga-
framkvæmda skv. bréfi mrn. dags. 8. sept-
ember 1980.) Einnigerunniðað teikningum
Raunvísindahúss. 21.02.80 11.09.80
Endurskoðuð framkvæmdaáætlun fyrir
árið 1980 var lögð fram og rædd. Rektor
skýrði breytingar þær, sem gerðar hafa verið
á áætluninni. Til umráða er kr. 290 millj.
umfram það, sem áætlað hafði verið. Stafar
það af minni framkvæmdahraða á árinu
1979 en ráð hafði verið fyrir gert, auknum
vaxtatekjum Happdrættis Háskóla Islands
og aukningu í veltu þess.
Svofelld ályktun var samþykkt sam-
hljóða:
„Háskólaráð samþykkir, að unnið verði
samkvæmt endurskoðaðri framkvæmda-
áætlun fyrir 1980, dags. 6. mars. í henni felst
m.a., að hraðað verði framkvæmdum á
Landspítalalóð þannig, að sem lengst verði
komist með að ljúka fjórum lotum í stað
þriggja fyrir árslok 1982. Að höfðu samráði
við yfirstjóm mannvirkjagerðar á Landspít-
alalóð er talið rétt að óska eftir, að upp-
steypa á suðurkjarna byggingar nr. 7 geti
hafist sem fyrst.
Fé sem varið verður til framkvæmda á
Landspítalalóð á árinu 1980, umfram það
sem henni er reiknað af nýbyggingafé, eða
umfram 386 m.kr. skv. áætlun, skal endur-
greiðast á árinu 1981 með sömu meðalvöxt-
um og Byggingasjóður nýtur . ..“ 13.03.80
Lagt fram bréf yfirstjómar mannvirkja-
gerðar á Landspítalalóð, dags. í dag, þar
sem farið er fram á, að ráðstafa megi til
Landspítalalóðar kr. 130 millj. hærri upp-
hæð af byggingafé háskólans á árinu 1980
en fyrri áætlun gerir ráð fyrir. Gerir yfir-
stjóm ráð fyrir endurgreiðslu þessarar fjár-
hæðar til ráðstöfunar til bygginga á há-
skólalóð á næsta ári með sömu meðalvöxt-
um og Byggingasjóður nýtur.
Háskólaráð féllst á umbeðna tilfærslu
með því fororði, að ekki kæmi til tafa á
fyrirhuguðum framkvæmdum á háskólalóð
af þessum sökum. 14.05.80
Skipulagsnefnd Háskóla íslands ákvað á
fundi sínum 19. febrúar 1980 að óska eftir
því við teiknistofu Alvars Aalto í Helsing-
fors, að hún tæki að sér endurskoðun
skipulagstillagna fyrir miðsvæði háskólans.
Halldórsstaðir
Gunnar G. Schram lagði til, að háskóla-
ráð heimilaði rektor að leita eftir því við
stjórn Laxárvirkjunar, hvort húseign virkj-
unarinnar á landi háskólans á Halldórs-
stöðum í Laxárdal muni föl til kaups. Sam-
þykkt samhljóða.
(Sbr. Árb. H.í. 1973—76, bls. 215.)
29.01.80