Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Qupperneq 82

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Qupperneq 82
80 Árbók Háskóla íslands Rektor gerði frásögn þessa að umræðu- efni og gagnrýndi það, að frá hefði verið greint, hvernig ákveðnir háskólaráðsmenn hefðu varið atkvæðum sínum í tilteknu máli. Ennfremur að höfð hefðu verið eftir ummæli háskólaráðsmanna á villandi hátt. Taldi hann, að aðalreglan ætti að vera sú, að fundargerð háskólaráðsfunda ætti að vera hin opinbera heimild um það, sem fram fer á fundunum. Forseti lagadeildar greindi frá því, hvaða venjur hefðu jafnan gilt í þessum efnum i háskólaráði, þótt hvergi væru skráðar. Stuttar umræður urðu um þennan dag- skrárlið. Tveir af fulltrúum stúdenta í há- skólaráði lögðu fram svofellda yhrlýsingu: „ Yfirlýsing Við teljum okkur heimilt og skylt að skýra frá því sem fram fer á fundum háskólaráðs vegna þess að — við erum kosnir af stúdentum i allsherjar atkvæðagreiðslu og erum því fulltrúar þeirra. Seta okkar í ráðinu er því ekkert einkamál. Við teljum okkur skylt að skýra frá því sem fram fer á fundum. — Við lítuni ekki á háskólaráð sem neina leynisamkundu. Ákvarðanir háskólaráðs eiga að vera þannig úr garði gerðar að þær þoli opinbera umræðu. Við slíka umræðu er mikilvægt að öll atriði sem fram koma á fundum ráðsins séu tekin inn í myndina, bæði það sem sagt er og eins það sem lagt er fram sem gögn. — Við neitum að fallast á að vera bundnir þagnarheiti um mál sem við teljum varða hagsmuni skólansog nemenda, mál sem ekki geta talist snerta eina persónu eingöngu. Við lýsum þvi yfir að við munum hefja uniræðu um slík mál hvenær sem við teljum þörf á. Jón Guðmundsson Stefán J. Stefánsson." Ennfremur lögðu þeir fram svohljóðandi tillögu ásamt greinargerð. en umræðu og afgreiðslu var frestað: „Reykjavík, 29. maí 1980. Háskólaráð, Háskóla íslands Við undirritaðir leggjum fram eftirfar- andi tillögu: Háskólaráð samþykkir að þeirri megin- reglu skuli fylgt, að fundir þess skuli haldnir í heyranda hljóði. Skal kennurum, starfs- mönnum og nemendum skólans heimilt að fylgjast með fundum. Skulu fundir því aug- lýstir opinberlega. Ráðið samþykkir að rit- stjórum Stúdentablaðsins og ritstjóra Ár- bókar Háskóla íslands, þegar og ef hann verður ráðinn, skuli sérstaklega tilkynnt um fundi. Skal þeim heimilt að hafa meðferðis ljósmyndavélar og segulbönd. Frávik frá þessari meginreglu getur ráðið aðeins sam- þykkt þegar tekin eru til umfjöllunar mál sem snerta aðeins einstaklinga á mjög per- sónulegan hátt og sem hafa ekki fordæmis- gildi. Greinargerð Þar sem háskólaráð er sú stofnun innan skólans sem fjallar um allar helstu ákvarð- anir hans eða tekur þær, ákvarðanir sem oft snerta skólann í heild, er eðlilegt að allir kennarar, starfsmenn og nemendur skólans hafi tækifæri til að fylgjast með umfjöllun mála. Þar sem fundir ráðsins eru jafnan haldnir á þeim tímum sem flestir eru við vinnu sína skal ritstjóra Árbókar og sérstaklega rit- stjórum Stúdentablaðsins boðið að vera viðstaddir fundi. Jón Guðmundsson. Stefán J. Stefánsson." 29.05.80 Tekin var til umræðu tillaga Jóns Guð- mundssonar og Stefáns J. Stefánssonar um opnun funda háskólaráðs, en tillaga þessi kom fram í háskólaráði 29. maí s.l. Stefán .1. Stefánsson gerði grein fyrir til- lögunr.i.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.